Fer til Ungverjalands

Arna Sif Pálsdóttir í baráttu í landsleik gegn Þýskalandi.
Arna Sif Pálsdóttir í baráttu í landsleik gegn Þýskalandi. mbl.is/Styrmir Kári

Arna Sif Páls­dótt­ir, landsliðskona í hand­knatt­leik, hef­ur ákveðið að ganga til liðs við ung­verska úr­vals­deild­arliðið Debr­eceni DVSC. Hún hef­ur skrifað und­ir tveggja ára samn­ing við fé­lagið, sem hafnaði í fjórða sæti í ung­versku deild­inni á nýliðinni leiktíð. Ung­verska úr­vals­deild­in en ein sterk­asta kvenna­deild­in í hand­bolt­an­um í Evr­ópu um þess­ar mund­ir.

„Það er spenn­andi að kom­ast í eitt­hvað nýtt,“ sagði Arna Sif í sam­tali við Morg­un­blaðið, en hún hef­ur leikið með franska liðinu Nice síðustu tvö ár en hafði áður verið í dönsku úr­vals­deild­inni um sjö ára skeið hjá Hor­sens, Es­bjerg, Aal­borg og SK Aar­hus.

„Ég þarf að gefa hressi­lega í fyr­ir næsta keppn­is­tíma­bil því deild­in í Ung­verjalandi er hrika­lega sterk en þangað hafa á síðustu árum safn­ast marg­ar af bestu hand­knatt­leiks­kon­um Evr­ópu,“ sagði Arna Sif, sem er afar spennt fyr­ir þeim áskor­un­um sem bíða henn­ar hjá ung­verska liðinu.

„Ég lék á æf­inga­móti í fyrra í Ung­verjalandi og þá fann ég greini­lega hversu lík­am­lega sterk­ir leik­menn­irn­ir eru í Ung­verjalandi. Það eru tölu­verð slags­mál í leikj­um og frá­brugðið því sem maður á að venj­ast. Ætli ég verði ekki bara að fara á nám­skeið í hne­fa­leik­um í sum­ar. Ég verð að skoða það vel,“ sagði Arna Sif létt í lund, að vanda ný­kom­in úr sólbaði á frönsku Ri­víer­unni þegar Morg­un­blaðið náði af henni tali.

Nán­ar er rætt við Örnu Sif í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins sem kom út í morg­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert