Ýmir Örn utan hópsins í dag

Bjarki Már Gunnarsson ásamt Björgvini Páli Gústavssyni og Arnóri Þór …
Bjarki Már Gunnarsson ásamt Björgvini Páli Gústavssyni og Arnóri Þór Gunnarssyni. Bjarki Már er klár í slaginn við Tékka í dag. AFP

Ýmir Örn Gíslason er sá af þeim 17 leikmönnnum íslenska landsliðshópsins í handknattleik karla sem ekki tekur þátt í leiknum miklvæga við Tékka í undankeppni EM í Brno í dag Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari ákvað þetta í morgun, eftir að að Bjarki Már Gunnarsson og Arnar Freyr Arnarsson fengu grænt ljós til þess að taka þátt í leiknum.

Vafi lék á í gær að Bjarki Már gæti tekið þátt í leiknum eftir að meiðsli ökkla ágerðust á æfingu landsliðsins í Brno í fyrrakvöld. Arnar Freyr varð fyrir hnjaski í kappleik í Elverum um liðna helgi og hefur einnig verið undir stöðugu eftirliti hjá Byrnjólfi Jónssyni, lækni, og Jóni Birki Guðmundssyni, sjúkraþjálfara, eins og Bjarki Már.

Ýmir Örn var í viðbragðsstöðu að koma inn í hópinn ef annar hvor þeirra gæti ekki tekið þátt en sérstaklega þótti leika vafi á Bjarki Már yrði klár í slaginn í tíma. 

Arnar Freyr og Bjarki Már tóku þátt í æfingu íslenska landsliðsins í keppnishöllinni í Brno í gærkvöldi eins og aðrir leikmenn íslenska landsliðshópsins. Í framhaldi henni ákvað Geir í morgun að Ýmir Örn verður ekki í 16-manna hópnum sem leikur viðureignina mikilvægu gegn Tékkum í dag.

Þessir taka þátt í leiknum: Aron Rafn Eðvarðsson, Björgvin Páll Gústavsson, Kári Kristján Kristjánsson, Aron Pálmarsson, Rúnar Kárason, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason,  Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Andrés Guðmundsson,  Arnór Þór Gunnarsson, Arnar Freyr Arnarsson, Bjarki Már Elísson, Gunnar Steinn Jónsson, Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason.

Viðureign Tékklands og Íslands hefst í Brno í Tékklandi klukkan 16.10 í dag. Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert