Handboltinn flakkar á milli stöðva

Samningurinn undirritaður í dag.
Samningurinn undirritaður í dag. mbl

Handknattleikssamband Íslands, Olís og 365 miðlar undirrituðu í dag samning um sýningaréttinn á úrvalsdeildum karla og kvenna í handknattleik, Olís-deildunum.

Samningurinn gildir til þriggja ára og var undirritaður á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Olís í dag en RÚV hefur haft handboltann á sinni könnu undanfarin ár.

Beinar útsendingar verða frá Olís-deildum beggja kynja. Olís-deild kvenna verður leikin á þriðjudögum en Olís-deild karla á sunnudögum og mánudögum.

1. deildir karla og kvenna fá einnig nýtt nafn en nú heita þær Grill 66 deild kvenna og Grill 66 deild karla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert