Eva Björk til Danmerkur – „Frábært tækifæri“

Eva Björk Davíðsdóttir í búningi Ajax frá Kaupmannahöfn.
Eva Björk Davíðsdóttir í búningi Ajax frá Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Heimasíða Ajax

Hand­knatt­leiks­kon­an Eva Björk Davíðsdótt­ir mun leika í dönsku úr­vals­deild­inni á næstu leiktíð, en hún er geng­in í raðir Ajax frá Kaup­manna­höfn eft­ir árs­dvöl hjá Sola í Nor­egi þar sem hún spilaði síðasta vet­ur.

„Þegar þetta kom upp var það mjög spenn­andi, þetta er ungt lið þar sem ég mun vera von­andi í stóru hlut­verki í deild sem er með þeim betri í heim­in­um. Þetta er bara frá­bært tæki­færi,“ sagði Eva Björk í sam­tali við mbl.is í dag.

Lið Ajax mun á ný spila í efstu deild á næstu leiktíð eft­ir að hafa haft mikla yf­ir­burði í 1. deild­inni í fyrra.

„Það gekk voða vel í fyrra, mig minn­ir að þær hafi ekki tapað leik í 1. deild­inni svo þær eru að koma sterk­ar upp. Það er hins veg­ar talað um að það sé smá stökk á milli deilda svo þetta verður ör­ugg­lega bar­átta hjá okk­ur. Það er mikið af ung­um og efni­leg­um stelp­um í þessu liði sem er skemmti­legt um­hverfi fyr­ir mig að koma inn í, stelp­ur svipaðar og ég með mik­inn metnað sem lang­ar að gera mikið,“ sagði Eva Björk sem er 23 ára göm­ul.

Finn­ur mik­inn mun á sér eft­ir ár úti

Hún fór til Nor­egs síðasta sum­ar eft­ir að hafa verið einn af burðarás­um Gróttu. Í Nor­egi tel­ur hún sig hafa bætt sig mikið og er til­bú­in í næsta skref.

„Já ég verð að segja það, mér finnst mikið muna eft­ir þetta ár úti. Norska deild­in er mjög góð og ég var í góðu liði. Þetta er annað um­hverfi en heima og ég finn mik­inn mun á mér. Bæði er ég lík­am­lega sterk­ari og í betra formi, en líka hand­bolta­lega séð. Það ger­ir mikið fyr­ir mann að vera með svona góðum stelp­um í svona góðu um­hverfi.“

Eva samdi við lið Ajax til eins árs, en hún var með ís­lenska landsliðinu í verk­efni í Kaup­manna­höfn í lok júlí og varð svo bara eft­ir og fór beint að æfa með liðinu. Hún á að baki níu A-lands­leiki og stefn­ir á að fá stærra hlut­verk í landsliðinu í kom­andi verk­efn­um.

„Það hef­ur alltaf verið planið og ein af ástæðunum fyr­ir því að maður er í þessu. Ég finn það al­veg í þessu um­hverfi úti að mögu­leik­inn er meiri og ég ætla að halda áfram að bæta mig. Ég vil verða betri með hverju skrefi,“ sagði Eva Björk Davíðsdótt­ir í sam­tali við mbl.is.

Eva Björk Davíðsdóttir í landsleik.
Eva Björk Davíðsdótt­ir í lands­leik. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert