Haukar sendu Ivkovic heim

Ivan Ivkovic spilar ekki fleiri leiki fyrir Hauka.
Ivan Ivkovic spilar ekki fleiri leiki fyrir Hauka. mbl.is/Golli

Skyttan hávaxna Ivan Ivkovic mun ekki leika áfram með Haukum á komandi keppnistímabili í Olís-deild karla í handbolta.

Ivkovic var með samning við Hauka fram í júní 2019 en Haukar ákváðu að rifta þeim samningi. Vísir greinir frá þessu og hefur það eftir Gunnari Magnússyni, þjálfara Hauka.

Króatinn kom til Hauka eftir áramót eftir að Janus Daði Smárason gekk í raðir Álaborgar í Danmörku. Hann skoraði 50 mörk í 11 deildarleikjum.

Gunnar sagði við Vísi að Haukar væru nú að kanna möguleikann á því að fá leikmenn í stað Ivkovic og Adams Hauks Baumruk, en Adam greindist með einkirningssótt í sumar og verður frá keppni næstu mánuðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert