Glæsilegur sigur Valskvenna í Garðabæ

Rakel Dögg Bragadóttir og Valskonan Diana Satkauskaite eigast við.
Rakel Dögg Bragadóttir og Valskonan Diana Satkauskaite eigast við. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valskonur gerðu ansi góða ferð í Garðabæinn í kvöld og lögðu Stjörnuna, 27:26 í Olísdeild kvenna í handbolta í æsispennandi leik. 

Leikurinn var í járnum í byrjun en um miðbik fyrri hálfleiks skoraði Stjarnan sex mörk í röð og komst í 13:7. Þann mun náðu Valskonur að minnka niður í þrjú mörk undir lok hálfleiksins og gátu þær minnkað muninn í 15:13 í síðustu sókn sinni í hálfleiknum. Hún misheppnaðist og Brynhildur Kjartansdóttir skoraði hinum megin og sá til þess að Stjarnan hafði 16:12 forskot í leikhléi.

Valur fór nokkuð vel af stað í síðari hálfleik og var munurinn orðinn tvö mörk snemma í honum, 18:16 og svo eitt mark, 19:18, skömmu síðar. Valskonur jöfnuðu svo loks leikinn þegar seinni hálfleikur var hálfnaður, 22:22.

Sjö mínútum fyrir leikslok komst Valur yfir, 25:24. Það var í fyrsta skipti sem Valur hafði forystu síðan í stöðunni 4:3, snemma í leiknum. Síðustu mínútur voru æsispennandi og var staðan 27:26, Valskonum í vil þegar rúm ein mínúta var til leiksloka. Ramune Pekarskyte fékk tækifæri til að jafna metin en fast skot hennar í síðustu sókninni fór í stöngina og Valskonur fögnuðu. 

Stjarnan 26:27 Valur opna loka
60. mín. Dröfn Haraldsdóttir (Stjarnan) varði skot Frá Díönu Dögg. 40 sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert