Sterkir andstæðingar bíða FH eða St.Pétursborgar

Gísli Þorgeir Kristjánsson sækir að vörn St.Pétursborg í fyrri leik …
Gísli Þorgeir Kristjánsson sækir að vörn St.Pétursborg í fyrri leik liðanna í EHF-keppninni. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH eða St.Pétursborg verða í neðri styrkleikaflokknum í 32-liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik en dregið verður til þeirra á morgun.

Ekki liggur ljóst fyrir hvort það verður FH eða St.Pétursborg sem verða í 32-liða úrslitunum en eins og fram kom á mbl.is í morgun hefur rússneska liðið kært framkvæmd leiksins við FH í gær til EHF. Fyrri leikirnir í 32-liða úrslitunum eiga að fara fram 18./19. nóvember og síðari leikirnir viku síðar.

Liðin sem FH eða St.Péturborg geta mætt eru:

Alpla HC Hard (Austurríki)
Bjerringbro-Silkeborg (Danmörku)
Ribe-Esbjerg (Danmörku)
CBM La Rioja (Spáni)
Fraikin BM Granollers (Spáni)
Saint-Raphael Var Handball (Frakklandi)
Göppingen (Þýskalandi)
Füchse Berlin (Þýskalandi)
Magdeburg (Þýskalandi)
CYEB Budakalasz (Ungverjalandi)
Grundfos Tatabanya KC (Ungverjalandi)
KS Azoty-Pulawy SA (Póllandi)
RD Koper 2013 (Slóveníu)
RD Riko Ribnica (Slóveníu)
Tatran Presov (Slóvakíu)
Lugi HF (Svíþjóð)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert