„Ég verð bara að vera hreinskilinn við þig og viðurkenna að ég er í áfalli þessa stundina yfir þessum úrskurði. Við vorum bara að fá úrskurðinn í hendurnar og erum að melta þetta og meta stöðuna,“ sagði Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, í samtali við mbl.is þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við úrskurði EHF um að FH þurfi að ferðast til Rússlands og taka þátt vítakastkeppni gegn St. Pétursborg.
Forsögu málsins má lesa í þessari frétt.
„Við höfum frest út daginn til þess að bregðast við þessum úrskurði og við erum að funda þessa stundina. Ég býst við því að það skýrist á næstu klukkutímunum hvernig við munum bregðast við þessu. Þetta er eins og áður segir mikið áfall og ég bara trúi því ekki ennþá að við séum í þessum sporum. Við verðum hins vegar að standa í lappirnar og munum gera það,“ sagði Ásgeir enn fremur.