FH þarf að fara í vítakastkeppni

Gísli Þorgeir Kristjánsson þarf að fara til Rússlands til þess …
Gísli Þorgeir Kristjánsson þarf að fara til Rússlands til þess að taka víti á næstunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Evrópska handknattleikssamandið, EHF, hefur úrskurðað að útkljá þurfi úrslit í leik FH og St. Pét­urs­borg í annarri umferð EHF-bik­ar­keppn­inn­ar í handbolta karla með vítakastkeppni. 

Staðan eftir tvo leiki FH og St. Pétursborgar var jöfn og samkvæmt reglum EHF hefði átt að skera úr um hvort liðið færi með vítakastkeppni. Eftirlitsmaður á vegum EHF og dómarar leiksins framlengdu hins vegar leikinn þar sem FH hafði betur. 

Nú hefur EHF gefið út úrskurð þess efnis að FH-ingar þurfi að ferðast til Rússlands og fara í vítakastkeppni við St. Pétursborg og sigurvegarinn í þeirri keppni mun mæta Tatran Presov frá Slóvakíu í þriðju um­ferð keppn­inn­ar.

Fram kemur í úrskurði EHF að sambandið muni greiða allan kostnað FH við ferðalagið til Rússlands. Forráðamenn FH hafa frest til morguns til þess að áfrýja úrskurði EHF. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka