FH áfrýjar úrskurði EHF

Rimma FH og St. Pétursborgar hefur ekki enn verið útkljáð.
Rimma FH og St. Pétursborgar hefur ekki enn verið útkljáð. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH hefur ákveðið að áfrýja úrskurði evrópska handknattleikssambandsins, EHF, en um er að ræða síðari leik liðsins gegn rússneska liðinu St.Pétursborg í EHF-keppninni sem fram fór í Rússlandi í síðasta mánuði.

Dómstóll EHF kvað í gær upp úrskurð í kæru St. Pétursborgar á framkvæmd leiksins gegn FH í síðari viðureign liðanna í EHF-keppninni í handknattleik. Lokatölur í síðari leiknum í Rússlandi urðu þær sömu og í Kaplakrika, 32:27, en finnum eftirlitsmanni leiksins urðu á slæm mistök. Í stað þess að liðin færu í vítakeppni eins og reglur kveða á um var leikurinn framlengdur og eftir framlenginguna var staðan, 37:33, St. Pétursborg í vil, sem dugði FH til að komast áfram.

Í dómi EHF kemur fram að útkljá þurfi úrslitin í vítakeppni, sem þýðir að FH-ingar þurfa að ferðast aftur til Rússlands, en fram kemur að EHF greiði allan kostnaðinn við ferðalagið.

Í yfirlýsingu frá FH segir;

<span>„Stjórn handknattleiksdeildar FH hefur tekið þá ákvörðun að áfrýja úrskurði dómstóls EHF er varðar seinni leik St. Pétursborgar og FH í Evrópukeppni EHF sunnudaginn 15. október síðastliðinn.</span> <span> </span> <span>Handknattleiksdeild FH mun senda stjórn EHF áfrýjun sína fyrir kl: 18.00 fimmtudaginn 19 október eins og lög kveða á um.„</span>

Sigurliðið úr rimmu FH og St.Péturborgar mætir liði Tatran Preov í 3. umferðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert