Rúnar Sigtryggsson hefur verið rekinn úr þjálfarastarfi þýska B-deildarfélagsins Balingen eftir um eitt og hálft ár í starfi. Balingen féll úr A-deildinni á síðustu leiktíð og forráðamenn félagsins eru ekki sáttir við byrjunina á tímabilinu í B-deildinni.
Balingen er í sjötta sæti deildarinnar með 15 stig eftir 10 leiki. Liðið hefur unnið sjö leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur. Brottreksturinn kemur í kjölfarið á 39:28-tapi gegn Hamm á útivelli.
Sonur Rúnars, Sigtryggur Daði Rúnarsson og Oddur Gretarsson leika með liðinu. Rúnar hefur ásamt Balingen þjálfað Eisenach, Akureyri og Aue á þjálfaraferli sínum.
Forráðamenn Balingen hafa nú þegar ráðið eftirmann Rúnars; Jens Bürkle, fyrrum leikmann liðsins.