FH fer til Rússlands í vítakeppni

Frá leik FH og St. Pétursborgar í Kaplakrika.
Frá leik FH og St. Pétursborgar í Kaplakrika. mbl.is/Kristinn Magnússon

Evrópska handknattleikssambandið hefur hafnað áfrýjun FH í sambandi við leik liðsins gegn rússneska liðinu St. Pétursborg í 2. umferð EHF-bikarsins. FH hafði betur gegn Rússunum í framlengingu eftir að liðin skildu jöfn, 32:27, bæði heima og heiman. 

St. Pétursborg kærði hins vegar niðurstöðuna þar sem leikurinn átti að fara beint í vítakeppni í stað framlengingar. Handknattleikssambandið dæmdi framlenginguna ólöglega og skipaði liðunum að spila útkljá einvígið í vítakastskeppni. FH áfrýjaði þeim dómi en, áfrýjuninni var hafnað og mun vítakeppnin fara fram í Rússlandi. 

Ekki er ljóst hvenær vítakeppnin verður spiluð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka