Valur hafði betur gegn Fram

Magnús Óli Magnússon og félagar í Val mæta Fram.
Magnús Óli Magnússon og félagar í Val mæta Fram. mbl.is/Árni Sæberg

Val­ur hafði bet­ur gegn Fram, 34:30, í 9. um­ferð Olís­deild­ar karla í hand­knatt­leik á Hlíðar­enda í kvöld. Fram­ar­ar voru ósigraðir í síðustu þrem­ur leikj­um sín­um en réðu ekki við Íslands­meist­ar­ana í kvöld. Vals­ar­ar voru með yf­ir­hönd­ina all­an leik­inn og tókst að saxa niður for­skot FH á toppn­um niður í eitt stig.

Vals­ar­ar tóku frum­kvæðið snemma leiks og voru í for­ystu nær all­an fyrri hálfleik­inn en lítið var þó um varn­ar­leik hjá báðum liðum sem skipt­ust á að skora en Sig­urður Ingi­berg Ólafs­son í marki Vals var ögn drjúg­ari og varði nokk­ur dauðafæri. Tals­vert var skorað í fyrri hálfleik og voru heima­menn um tíma fimm mörk­um yfir en Fram­ar­ar náðu að laga stöðuna og voru tveim­ur und­ir í hálfleik, 17:15. Jap­an­inn Ryuto Ina­ge sem samdi við Val í haust var öfl­ug­ur í kvöld og skoraði átta mörk og sömu­leiðsi var Vign­ir Stef­áns­son öfl­ug­ur með sjö mörk.

Vals­ar­ar tóku aft­ur völd­in í síðari hálfleik og slitu sig hægt og ró­lega frá Frömur­um sem fundu ekki lausn­ir varn­ar­lega og var mun­ur­inn mest sjö mörk eða 28:21 á 45. mín­útu. Aft­ur komu þó Fram­ar­ar til baka og spiluðu vel síðasta stund­ar­fjórðung­inn en Valdi­mar Sig­urðsson var drjúg­ur á lín­unni og skoraði níu mörk. Mun­ur­inn var um tíma þrjú mörk og fengu Fram­ar­ar nokk­ur færi til að minnka mun­inn niður í tvö en þetta var þó of lítið og of seint og Vals­ar­ar unnu að lok­um sann­gjarn­an 34:30 sig­ur.


Val­ur er nú með 15 stig, stigi á eft­ir toppliði FH. Fram­ar­ar sitja áfram í 7. sæt­inu með átta stig.

Val­ur 34:30 Fram opna loka
Ryuto Inage - 8
Vignir Stefánsson - 7
Anton Rúnarsson - 4
Ýmir Örn Gíslason - 4
Ólafur Ægir Ólafsson - 4
Magnús Óli Magnússon - 4 / 1
Alexander Örn Júlíusson - 2
Sveinn Jose Rivera - 1
Mörk 9 - Valdimar Sigurðsson
5 / 1 - Matthías Daðason
4 - Arnar Birkir Hálfdánsson
4 - Bjartur Guðmundsson
3 / 1 - Andri Þór Helgason
2 - Lúðvík Thorberg Arnkelsson
1 - Svanur Páll Vilhjálmsson
1 - Aron Fannar Sindrason
1 - Guðjón Andri Jónsson
Sigurður Ingiberg Ólafsson - 14 / 2
Varin skot 8 / 1 - Viktor Gísli Hallgrímsson
3 - Valtýr Már Hákonarson

6 Mín

Brottvísanir

8 Mín

mín.
60 34 : 30 - Matthías Daðason (Fram) skoraði mark
60 34 : 29 - Matthías Daðason (Fram) skoraði mark
60 34 : 28 - Magnús Óli Magnússon (Valur) skoraði mark
59 33 : 28 - Ryuto Inage (Valur) skoraði mark
Inage er að klára þetta úr hraðaupphlaupi.
59 Valur tapar boltanum
59 Lúðvík Thorberg Arnkelsson (Fram) skýtur framhjá
58 32 : 28 - Anton Rúnarsson (Valur) skoraði mark
58 Arnar Birkir Hálfdánsson (Fram) skýtur framhjá
Löng sókn Framara endar með því að Arnar Birkir skýtur framhjá.
56 31 : 28 - Ýmir Örn Gíslason (Valur) skoraði mark
55 Valtýr Már Hákonarson (Fram) varði skot
Ýmir í dauðafæri en Valtýr ver!
55 30 : 28 - Bjartur Guðmundsson (Fram) skoraði mark
Sigurður var í honum en boltinn lak inn.
54 Sigurður Ingiberg Ólafsson (Valur) varði skot
Þeir skiptast á að verja! Framarar að fara illa með góð tækifæri til að minnka muninn enn frekar.
54 Valtýr Már Hákonarson (Fram) varði skot
53 Sigurður Ingiberg Ólafsson (Valur) varði skot
53 Valtýr Már Hákonarson (Fram) varði skot
52 Valur tekur leikhlé
52 30 : 27 - Matthías Daðason (Fram) skorar úr víti
Skorar örugglega úr vítinu og munurinn er orðinn þrjú mörk. Smá áhlaup hjá Frömurum hérna.
52 Lúðvík Thorberg Arnkelsson (Fram) fiskar víti
51 30 : 26 - Lúðvík Thorberg Arnkelsson (Fram) skoraði mark
50 30 : 25 - Guðjón Andri Jónsson (Fram) skoraði mark
49 30 : 24 - Alexander Örn Júlíusson (Valur) skoraði mark
49 29 : 24 - Bjartur Guðmundsson (Fram) skoraði mark
Arnar Birkir laumar boltanum á Bjart á línunni.
48 29 : 23 - Ryuto Inage (Valur) skoraði mark
Nú gerir Inage engin mistök og skorar úr vinstra horninu.
48 Matthías Daðason (Fram) fékk 2 mínútur
47 28 : 23 - Matthías Daðason (Fram) skoraði mark
Stelur boltanum af Ými og skorar.
46 Viktor Gísli Hallgrímsson (Fram) ver víti
Þriðja vítakastið sem er varið hér í kvöld.
46 Ryuto Inage (Valur) brennir af víti
46 Ryuto Inage (Valur) fiskar víti
46 28 : 22 - Valdimar Sigurðsson (Fram) skoraði mark
45 Fram tekur leikhlé
45 28 : 21 - Vignir Stefánsson (Valur) skoraði mark
Valsarar sækja hratt og Vignir skorar sitt sjöunda mark.
45 Lúðvík Thorberg Arnkelsson (Fram) á skot í slá
44 27 : 21 - Vignir Stefánsson (Valur) skoraði mark
Úr vinstra horninu.
44 Viktor Gísli Hallgrímsson (Fram) varði skot
43 26 : 21 - Matthías Daðason (Fram) skoraði mark
Brennir af en nær frákastinu og skorar!
43 Sigurður Ingiberg Ólafsson (Valur) ver víti
43 Matthías Daðason (Fram) brennir af víti
43 Valdimar Sigurðsson (Fram) fiskar víti
43 Sigurður Ingiberg Ólafsson (Valur) varði skot
43 Sigurður Ingiberg Ólafsson (Valur) varði skot
42 26 : 20 - Vignir Stefánsson (Valur) skoraði mark
42 Textalýsing
Varamannabekkur Fram fær gula spjaldið, hafa verið ósáttir með nokkur atriði í dómgæslunni.
42 25 : 20 - Bjartur Guðmundsson (Fram) skoraði mark
Bjartur svarar strax frá miðju en Sigurður komst ekki í markið. Valsarar of seinir að skipta.
42 25 : 19 - Magnús Óli Magnússon (Valur) skoraði mark
41 Lúðvík Thorberg Arnkelsson (Fram) fékk 2 mínútur
41 Fram tapar boltanum
Skref á Arnar Birkir
40 Valur tapar boltanum
40 24 : 19 - Valdimar Sigurðsson (Fram) skoraði mark
Enn eina ferðina er Valdimar laus á línunni, hann er nú kominn með átta mörk.
39 Þorgils Jón Svölu Baldursson (Valur) fékk 2 mínútur
39 24 : 18 - Vignir Stefánsson (Valur) skoraði mark
Arnar Birkir tapar boltanum klaufalega og Vignir keyrir í hraðaupphlaup og skorar.
38 23 : 18 - Valdimar Sigurðsson (Fram) skoraði mark
37 23 : 17 - Vignir Stefánsson (Valur) skoraði mark
Þetta er afskaplega auðvelt fyrir Valsara í sókninni núna. Vignir með mikið pláss fer í skot fyrir utan og skorar örugglega.
37 22 : 17 - Lúðvík Thorberg Arnkelsson (Fram) skoraði mark
36 22 : 16 - Anton Rúnarsson (Valur) skoraði mark
Skorar frá miðlínu eftir að Framarar töpuðu boltanum og voru með markið tómt.
35 21 : 16 - Ryuto Inage (Valur) skoraði mark
Ólafur Ægir stingur inn á Inage sem skorar sitt sjötta mark.
35 Sigurður Ingiberg Ólafsson (Valur) varði skot
34 20 : 16 - Ólafur Ægir Ólafsson (Valur) skoraði mark
34 Arnar Birkir Hálfdánsson (Fram) fékk 2 mínútur
33 Sigurður Ingiberg Ólafsson (Valur) ver víti
Andri reynir að finna hægra hornið niðri en Sigurður sér við honum.
33 Andri Þór Helgason (Fram) brennir af víti
33 Lúðvík Thorberg Arnkelsson (Fram) fiskar víti
32 19 : 16 - Ýmir Örn Gíslason (Valur) skoraði mark
Stekkur inn í teig og snýr boltann undir Viktor. Lendir svo illa og þarf smá aðhlynningu.
32 18 : 16 - Bjartur Guðmundsson (Fram) skoraði mark
32 18 : 15 - Ýmir Örn Gíslason (Valur) skoraði mark
Fær línusendingu og skorar undir pressu, vel klárað.
31 Leikur hafinn
30 Hálfleikur
Það var mikið skorað í upphafi hálfleiksins en liðin hafa aðeins þétt varnarleikinn síðan. Frömurum hefur þó tekist að laga stöðuna aðeins, vorum fimm mörkum undir um tíma en aðeins tveimur í hálfleik.
29 17 : 15 - Valdimar Sigurðsson (Fram) skoraði mark
Undir mikilli pressu frá tveimur varnarmönnum tókst honum að þvinga sér í færið og skora af harðfylgi.
29 Valur tapar boltanum
Ruðningur á Inage.
28 17 : 14 - Arnar Birkir Hálfdánsson (Fram) skoraði mark
27 Bjartur Guðmundsson (Fram) fékk 2 mínútur
Fór með hendurnar í andlit Ólafs rétt áður en hann skoraði.
27 17 : 13 - Ólafur Ægir Ólafsson (Valur) skoraði mark
27 16 : 13 - Arnar Birkir Hálfdánsson (Fram) skoraði mark
26 Valur tapar boltanum
25 Valur tekur leikhlé
25 Viktor Gísli Hallgrímsson (Fram) varði skot
23 Sigurður Ingiberg Ólafsson (Valur) varði skot
Aftur er Valdimar einn á línunni en nú ver Sigurður Ingiberg glæsilega.
23 Anton Rúnarsson (Valur) fékk 2 mínútur
23 Sigurður Ingiberg Ólafsson (Valur) varði skot
22 16 : 12 - Sveinn Jose Rivera (Valur) skoraði mark
22 15 : 12 - Andri Þór Helgason (Fram) skoraði mark
Valsarar tapa boltanum og Andri Þór skorar úr hraðaupphlaupi.
21 15 : 11 - Valdimar Sigurðsson (Fram) skoraði mark
Eftir klaufska sókn nær Arnar Birkir að stinga boltanum inn á Valdimar sem er enn eina ferðina búinn að finna sér pláss á línunni.
20 15 : 10 - Ryuto Inage (Valur) skoraði mark
Gestirnir ráða ekkert við Inage sem treður sér á milli varnarmanna til að skora sitt fimmta mark.
20 14 : 10 - Arnar Birkir Hálfdánsson (Fram) skoraði mark
20 14 : 9 - Ólafur Ægir Ólafsson (Valur) skoraði mark
Með föstu skoti undir vörnina og á milli fóta Viktors.
19 Bjartur Guðmundsson (Fram) gult spjald
18 Fram tapar boltanum
Bjartur skoraði af línunni en hann steig á hana í leiðinni og Framarar tapa boltanum.
18 Aron Fannar Sindrason (Fram) gult spjald
18 13 : 9 - Ólafur Ægir Ólafsson (Valur) skoraði mark
17 12 : 9 - Svanur Páll Vilhjálmsson (Fram) skoraði mark
Arnar Birkir kemur boltanum í hornið á Svan sem skorar í fjærhornið.
17 Árni Þór Sigtryggsson (Valur) fékk 2 mínútur
16 Fram tekur leikhlé
16 12 : 8 - Ýmir Örn Gíslason (Valur) skoraði mark
Undir pressu frá varnarmanni nær Ýmir að lyfta boltanum yfir Viktor í markinu.
16 Sigurður Ingiberg Ólafsson (Valur) varði skot
16 11 : 8 - Vignir Stefánsson (Valur) skoraði mark
Úr vinstra horninu.
15 10 : 8 - Arnar Birkir Hálfdánsson (Fram) skoraði mark
Þrumar boltanum upp í nærhornið, óverjandi.
15 Valur tapar boltanum
14 Viktor Gísli Hallgrímsson (Fram) varði skot
12 10 : 7 - Anton Rúnarsson (Valur) skoraði mark
Skýtur í varnarmann og þaðan í markið.
12 9 : 7 - Valdimar Sigurðsson (Fram) skoraði mark
12 9 : 6 - Ryuto Inage (Valur) skoraði mark
Inage kemur inn á línuna og skorar sitt fjórða mark. Vörn Framara ekki upp á marga fiska þessa stundina.
11 Sigurður Ingiberg Ólafsson (Valur) varði skot
11 Arnar Birkir Hálfdánsson (Fram) gult spjald
11 Sigurður Ingiberg Ólafsson (Valur) varði skot
11 8 : 6 - Magnús Óli Magnússon (Valur) skoraði mark
10 7 : 6 - Andri Þór Helgason (Fram) skorar úr víti
10 Lúðvík Thorberg Arnkelsson (Fram) fiskar víti
Árni Þór tekur varnarleikinn inn í teiginn.
9 7 : 5 - Ryuto Inage (Valur) skoraði mark
9 Viktor Gísli Hallgrímsson (Fram) varði skot
Viktor ver vel frá Antoni en Valsarar halda boltanum.
8 6 : 5 - Valdimar Sigurðsson (Fram) skoraði mark
Arnar Birkir með frábæra línusendingu á Valdimar sem skorar sitt þriðja mark.
8 6 : 4 - Ryuto Inage (Valur) skoraði mark
7 5 : 4 - Aron Fannar Sindrason (Fram) skoraði mark
Framarar fara í hraða sókn og Aron Fannar skorar sitt fyrsta mark með góðu skoti utarlega hægra megin.
7 Viktor Gísli Hallgrímsson (Fram) varði skot
7 Alexander Örn Júlíusson (Valur) gult spjald
7 5 : 3 - Valdimar Sigurðsson (Fram) skoraði mark
Aftur er Valdimar að finna sér pláss á línunni.
7 5 : 2 - Ryuto Inage (Valur) skoraði mark
Stelur boltanum og skorar úr hraðaupphlaupi.
6 4 : 2 - Anton Rúnarsson (Valur) skoraði mark
Vörn Framarar galopnast og Anton þakkar fyrir sig.
6 3 : 2 - Valdimar Sigurðsson (Fram) skoraði mark
5 3 : 1 - Vignir Stefánsson (Valur) skoraði mark
Sigurður Ingiberg ver fast skot frá Arnari Birki og sendir svo þvert yfir völlinn á Vigni sem skorar.
5 Sigurður Ingiberg Ólafsson (Valur) varði skot
5 2 : 1 - Alexander Örn Júlíusson (Valur) skoraði mark
4 1 : 1 - Andri Þór Helgason (Fram) skoraði mark
4 Lúðvík Thorberg Arnkelsson (Fram) á skot í stöng
Gerir vel í að snúa á varnarmann en þrumar honum svo í neðanverða stöngina.
3 1 : 0 - Magnús Óli Magnússon (Valur) skorar úr víti
3 Anton Rúnarsson (Valur) fiskar víti
3 Viktor Gísli Hallgrímsson (Fram) varði skot
3 Sigurður Ingiberg Ólafsson (Valur) varði skot
Báðir markmenn byrja á að verja vel.
1 Viktor Gísli Hallgrímsson (Fram) varði skot
1 Leikur hafinn
Framarar byrja með boltann
0 Textalýsing
Sigurður Örn Þorsteinsson er í leikbanni og því ekki með Fram í kvöld en þetta er að bresta á.
0 Textalýsing
Valsarar eru í 2. sæti með 13 stig, þremur stigum á eftir toppliði FH. Framarar sigla lygnan sjó um miðja deild í 7. sætinu með átta stig.
0 Textalýsing
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Fram í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Bjarni Viggósson og Jón Karl Björnsson

Gangur leiksins: 3:1, 7:6, 10:8, 15:10, 16:12, 17:15, 21:16, 24:19, 28:21, 30:25, 30:28, 34:30.

Lýsandi: Kristófer Kristjánsson

Völlur: Valshöllin

Valur: Einar Baldvin Baldvinsson (M), Sigurður Ingiberg Ólafsson (M). Ólafur Ægir Ólafsson, Ryuto Inage, Vignir Stefánsson, Árni Þór Sigtryggsson, Alexander Örn Júlíusson, Ásgeir Snær Vignisson, Magnús Óli Magnússon, Þorgils Jón Svölu Baldursson, Sveinn Jose Rivera, Ýmir Örn Gíslason, Anton Rúnarsson, Stiven Tobar Valencia.

Fram: Valtýr Már Hákonarson (M), Viktor Gísli Hallgrímsson (M). Jónatan Vignisson, Valdimar Sigurðsson, Matthías Daðason, Svanur Páll Vilhjálmsson, Bjartur Guðmundsson, Davíð Stefán Reynisson, Róbert Aron Guðmundsson, Guðjón Andri Jónsson, Aron Fannar Sindrason, Andri Þór Helgason, Lúðvík Thorberg Arnkelsson, Arnar Birkir Hálfdánsson.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert