Topplið Danmerkur með Elvar í sigtinu

Elvar Ásgeirsson.
Elvar Ásgeirsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðjumaðurinn snjalli í handknattleiksliði Aftureldingar, Elvar Ásgeirsson, er undir smásjá toppliðs dönsku úrvalsdeildarinnar, GOG á Fjóni. Hann dvaldi við æfingar hjá félaginu í nokkra daga í síðustu viku og leist vel á aðstæður.

„Forráðamenn GOG höfðu séð til mín og leist það vel á að þeir vildu skoða hvers ég væri megnugur og buðu mér þess vegna út í nokkra daga til æfinga,“ sagði Elvar í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Þetta var mikill heiður fyrir mig og gaman að sjá aðstæður hjá félaginu. Mér leist vel á allt,“ sagði Elvar sem hefur ekkert heyrt frá GOG síðan hann kom heim. „Málið er í höndum umboðsmanns mín. Hann verður í sambandi við félagið og hefur umsjón með ferlinu ef frekari þreifingar verða,“ sagði Elvar sem er 23 ára gamall.

Nánar er rætt við Elvar í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert