Ómar Ingi samdi við Aalborg

Ómar Ingi Magnússon og Aron Kristjánsson.
Ómar Ingi Magnússon og Aron Kristjánsson. Ljósmynd/aalborghaandbold.dk

Landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon hefur gengið frá tveggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið Aalborg og mun ganga í raðir félagsins næsta sumar.

Ómar Ingi leikur með Aahus Håndbold í Danmörku sem hann fór til frá Val í fyrra. Hann hefur átt góðu gengi að fagna með Árósarliðinu. Ómar hefur spilað 17 leiki með íslenska A-landsliðinu og hefur í þeim skorað 49 mörk.

Hjá Alborg hittir Ómar Ingi fyrir þá Janus Daða Smárason og Arnór Atlason en þjálfari liðsins er Aron Kristjánsson.

„Ég er mjög glaður yfir því að hafa fengið Ómar til félagsins. Hann hefur mikla hæfileika og við viljum hjálpa honum að bæta sig. Ég sé hann fyrir mér sem lykilmann hjá okkur á næstu árum,“ segir Jan Larsen yfirmaður handboltamála hjá félaginu.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert