Stórskytta Framara, Ragnheiður Júlíusdóttir, er markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar um þessar mundir. Hún hefur skoraði 86 mörk í 11 leikjum en Fram á inni frestaða viðureign við Stjörnuna frá 9. umferð sem fram fer í lok janúar.
Markadrottning deildarinnar síðustu þrjú ár, Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, er fjarri góðu gamni. Hún sleit krossband í hné í mars og er rétt komin af stað á ný með liði sínu.
Þessar eru markahæstar í árslok 2017:
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 86
Diana Satkauskaite, Val 77
Maria Pereira, Haukum 74
Kristrún Steinþórsd., Selfossi 68
Ester Óskarsdóttir, ÍBV 64
Karólína B. Lárusdóttir, ÍBV 61
Perla Ruth Albertsd., Selfossi 61
Guðrún Erla Bjarnad., Haukum 59
Þórey Rósa Stefánsd., Fram 58
Greta Kavaliuskaite, ÍBV 56
Lovísa Thompson, Gróttu 55
Sigurbjörg Jóhannsd., Fram 54
Andrea Jacobsen, Fjölni 53
Sjá úttekt á fyrri hluta Olís-deildar kvenna í handbolta í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag