Arnar Freyr verður áfram hjá Kristianstad

Arnar Freyr Arnarsson.
Arnar Freyr Arnarsson. Ljósmynd/ifkkristianstad.se

Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, mun spila áfram með sænska meistaraliðinu Kristianstad á næstu leiktíð.

Línumaðurinn er á sínu öðru ári hjá Kristianstad en fram kemur á heimasíðu sænska liðsins í dag að hann hafi ákveðið að spila áfram með liðinu á næsta tímabili þrátt fyrir áhuga vel þekktra liða í Evrópu á leikmanninum eins og það er orðað á heimasíðu félagsins. Þar kemur einnig fram að hann hafi bætt sig mikið frá því hann kom til liðsins.

Arnar Freyr, sem er 21 árs og kom til Kristianstad frá Fram, er í íslenska landsliðshópnum sem spilar á Evrópumótinu í Króatíu í næsta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert