Maximiliam farinn frá Gróttu

Maximiliam Jonsson í leik með Gróttu gegn Val.
Maximiliam Jonsson í leik með Gróttu gegn Val. mbl.is/Eggert

Sænska stórskyttan Maximiliam Jonsson er farinn frá Gróttu og búinn að semja við norska liðið Arendal sem trónir á toppi norsku úrvalsdeildarinnar.

Maximiliam er markahæsti leikmaður Gróttu í Olís-deildinni í handknattleik á leiktíðinni en hann hefur skorað 75 mörk í 14 leikjum Gróttu-liðsins sem er í 10. sæti deildarinnar.

Svíinn kom til Gróttu fyrir tímabilið en hann hefur spilað í Katar, Þýskalandi og Frakklandi sem og í heimalandi sínu. Þá lék hann um tíma með liði Nøtterøy í Noregi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert