Haukar fá Árna Þór frá Val

Árni Þór Sigtyggsson í leik með Val.
Árni Þór Sigtyggsson í leik með Val. mbl.is/Árni Sæberg

Handboltamaðurinn Árni Þór Sigtryggsson hefur skrifað undir samning við Hauka. Hann hefur spilað með Val síðasta hálfa árið eftir áralanga atvinnumennsku. Visir.is greinir frá í dag. 

Árni náði sér ekki á strik með Valsmönnum og skoraði minna en tvö mörk að meðaltali í leik og var með undir 50% skotnýtingu. Árni, sem er hægri skytta, lék með Haukum við góðan orðstír frá 2005-2007. 

Olísdeildin fer aftur af stað eftir frí annað kvöld. Haukar mæta þá Stjörnunni kl. 20:00 og má búast við að Árni leiki sinn fyrsta leik með Haukum í rúman áratug. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka