Sluppu í Höllinni í Höllina

Teitur Örn Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Selfyssinga.
Teitur Örn Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Selfyssinga. mbl.is/Árni Sæberg

Sel­fyss­ing­ar sluppu með skrekk­inn í Laug­ar­dals­höll­inni í kvöld þegar þeir unnu naum­an sig­ur á 1. deild­arliði Þrótt­ar, 27:26, í átta liða úr­slit­um Coca Cola bik­ars karla í hand­knatt­leik. Þar með sluppu þeir áfram og í undanúr­slit­in sem fara fram í Laug­ar­dals­höll­inni í næsta mánuði.

Þrótt­ar­ar, sem eru í fimmta sæti 1. deild­ar, voru yfir í hálfleik, 14:13, og veittu úr­vals­deild­arliðinu geysi­lega harða keppni all­an tím­ann. Sel­foss er í fjórða sæti úr­vals­deild­ar og hef­ur unnið 11 af 16 leikj­um sín­um þar í vet­ur.

Staðan var 19:16 fyr­ir Þrótt þegar tíu mín­út­ur voru liðnar af síðari hálfleik og 25:25 þegar rúm­ar tvær mín­út­ur voru eft­ir. Spenn­an hélst fram á loka­sek­únd­ur þar sem Sel­foss hafði að lok­um eins marks sig­ur.

Þrótt­ar­ar fengu dauðafæri til að tryggja sér sig­ur­inn í síðustu sókn­inni. Markvörður Sel­fyss­inga, Sölvi Ólafs­son, varði af lín­unni, bolt­inn hrökk til Árna Steins Steinþórs­son­ar sem skoraði þvert yfir völl­inn frá eig­in punktalínu. Dóm­ar­arn­ir ráðfærðu sig um hvort leiktím­inn hefði verið liðinn eða ekki - þeirra niðurstaða var að bolt­inn hefði farið yfir lín­una áður en lokaf­lautið gall og þar með var sig­ur­inn Sel­fyss­inga en Þrótt­ar­ar sátu eft­ir með sárt ennið.

Teit­ur Örn Ein­ars­son var einu sinni sem oft­ar í aðal­hlut­verki hjá Sel­fyss­ing­um og skoraði 11 mörk. Elv­ar Örn Jóns­son skoraði 6 og Hauk­ur Þrast­ar­son 4.

Aron Val­ur Jó­hanns­son skoraði 6 mörk fyr­ir Þrótt og Aron Heiðar Guðmunds­son 5.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Georgía 3 1 0 2 79:83 -4 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Bosnía 3 1 0 2 75:82 -7 2
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
13.03 14:00 Georgía 28:26 Bosnía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Georgía 3 1 0 2 79:83 -4 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Bosnía 3 1 0 2 75:82 -7 2
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
13.03 14:00 Georgía 28:26 Bosnía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert