Stjörnumenn leita að tveimur þjálfurum

Einar Jónsson hættir með Stjörnuna eftir tímabilið.
Einar Jónsson hættir með Stjörnuna eftir tímabilið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forráðamenn handknattleiksdeildar Stjörnunnar leita nú logandi ljósi að þjálfurum fyrir bæði meistaraflokks karla og kvenna fyrir næsta keppnistímabil.

Einar Jónsson, sem þjálfar karlalið Stjörnunnar, staðfesti við Morgunblaðið í gær að hann stýri ekki liðinu á næstu leiktíð. Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, gerði slíkt hið sama. „Ég sagði upp samningi mínum fyrir nokkru,“ sagði Harri við Morgunblaðið.

Hvorugur þjálfarinn segist hafa ráðið sig í annað skiprúm fyrir næstu leiktíð. „Ég er bara með hugann við að ljúka keppnistímabilinu á góðan hátt og bý mig undir úrslitakeppnina. Annað kemst ekki að ég hjá mér núna,“ sagði Einar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Hvað tekur við eftir að starfi mínu lýkur hjá Stjörnunni er ennþá óráðið.“

Á leið í úrslitakeppnina

Einar tók við karlaliði Stjörnunnar fyrir þremur árum þegar hann flutti heim frá Noregi eftir að hafa þjálfað kvennalið Molde um skeið. Undir stjórn Einars vann Stjarnan 1. deild vorið 2016 og hefur síðustu tvö tímabil leikið í Olís-deildinni. Stjarnan situr í sjöunda sæti og á von um að hreppa sjötta sætið, verði úrslit liðinu hagstæð í lokaumferðinni sem fram fer annað kvöld.

Halldór Harri Kristjánsson.
Halldór Harri Kristjánsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halldór Harri hefur þjálfað kvennalið Stjörnunnar síðustu þrjú árin. Stjarnan varð bikarmeistari undir hans stjórn 2016 og 2017 auk þess sem liðið varð deildarmeistari fyrir ári og lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og í hittiðfyrra en tapaði í úrslitum í bæði skiptin. Stjörnuliðið náði sér ekki á strik í vetur og hafnaði í 5. sæti og tekur ekki þátt í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst þriðjudaginn eftir páska.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert