Fram átti að fá víti eftir sigurmarkið

Eyjamenn fagna í gærkvöldi.
Eyjamenn fagna í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Fram átti að fá víti í blálok leiksins gegn ÍBV í lokaumferð Olísdeildar karla í handbolta í gærkvöldi. ÍBV vann leikinn, 34:33, og tryggði sér deildarmeistaratitilinn fyrir vikið. Agnar Smári Jónsson skoraði sigurmarkið örfáum sekúndum fyrir leikslok, en eftir það hefði Fram átt að fá víti. Vísir.is greindi frá.

Eftir markið var mikið um að vera hjá leikmönnum ÍBV og á einum tímapunkti voru átta leikmenn inni á vellinum, sem ekki er leyfilegt. Magnús Stefánsson var áttundi maðurinn og hefði hann átt að fá rautt spjald og Framarar víti. Hefðu Framarar fengið víti og skorað úr því, væri Selfoss deildarmeistari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert