Fram leikur til úrslita

Framkonur fagna í leikslok í Vestmannaeyjum í kvöld.
Framkonur fagna í leikslok í Vestmannaeyjum í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Fram leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik en Safamýrarliðið tryggði sér það með því að sigra ÍBV í fjórðu viðureign liðanna í undanúrslitum í Vestmannaeyjum í kvöld, 27:24.

Fram mætir því annaðhvort Haukum eða Val í úrslitaeinvíginu en þar eru Haukar með 2:1 forystu og verða á heimavelli í fjórða leik liðanna annað kvöld.

Fyrri hálfleikur var hnífjafn og jafnt á nánast öllum tölum. Bæði lið náðu einu sinni tveggja marka forskoti, en ÍBV var með forystu að hálfleiknum loknum, 12:11.

ÍBV var áfram yfir, 14:13, snemma í síðari hálfleik en þá náði Fram góðum kafla og komst fjórum mörkum yfir, 21:17. Eftir það munaði tveimur til fjórum mörkum á liðunum allt til leiksloka.

Elísabet Gunnarsdóttir kom Fram í 26:23 þegar rúm mínúta var eftir, Karen Knútsdóttir bætti við marki í kjölfarið, 27:23, og úrslitin voru ráðin.

Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði 9 mörk fyrir Fram og Karen Knútsdóttir 8 en Guðrún Ósk Maríasdóttir varði 14 skot í marki liðsins.

Sandra Erlingsdóttir skoraði 6 mörk fyrir ÍBV, Karólína Bæhrenz, Ester Óskarsdóttir og Greta Kavalisuskaite 5 mörk hver. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 11 skot í markinu.

ÍBV 24:27 Fram opna loka
60. mín. Ester Óskarsdóttir (ÍBV) skýtur framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert