Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM karla í handbolta sem fram fer í Austurríki, Noregi og Svíþjóð í Þrándheimi dag. Ísland er í 3. riðli með Tyrkjum, Makedóníumönnum og Grikkjum. Segja má að Ísland sé afar heppið með riðil, enda laust við allra sterkustu þjóðir álfunnar.
Undankeppnin hefst 24. október á þessu ári og stendur til 16. júní á næsta ári. Liðin leika heima og að heiman. Efstu tvö lið hvers riðils fara beint á EM og þær fjórar þjóðir sem eru með bestan árangur í þriðja sæti riðlanna. Alls leika 24 þjóðir á EM, en Svíþjóð, Austurríki, Noregur og ríkjandi Evrópumeistarar Spánar fara sjálfkrafa á lokamótið.
Lokamótið fer fram í Gautaborg, Malmö, Stokkhólmi, Graz, Vín og Þrándheimi í byrjun ársins 2020. Riðlanna má sjá hér fyrir neðan:
1. riðill: Kósóvó, Ísrael, Pólland, Þýskaland
2. riðill: Belgía, Sviss, Serbía, Króatía
3. riðill: Grikkland, Tyrkland, Ísland, Makedónía
4. riðill: Eistland, Lettland, Holland, Slóvenía
5. riðill: Finnland, Bosnía, Tékkland, Hvíta-Rússland
6. riðill: Rúmenía, Litháen, Portúgal, Frakkland
7. riðill: Ítalía, Slóvakía, Rússland, Ungverjaland
8. riðill: Færeyjar, Úkraína, Svartfjallaland, Danmörk