Selfoss í undanúrslit eftir sigur í Garðabæ

Ari Magnús Þorgeirsson er hér að skora fyrir Stjörnuna í …
Ari Magnús Þorgeirsson er hér að skora fyrir Stjörnuna í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sel­foss er komið í undanúr­slit Íslands­móts karla í hand­knatt­leik eft­ir sig­ur á Stjörn­unni í öðrum leik liðanna 30:28 í átta liða úr­slit­um í Garðabæn­um í kvöld. Sel­foss hafði bet­ur 2:0 sam­an­lagt og Stjarn­an er úr leik. 

Sel­fyss­ing­um tókst að snúa leikn­um sér í hag í síðari hálfleik en Stjarn­an hafði yfir 16:13 að lokn­um fyrri hálfleik. Stjarn­an byrjaði mun bet­ur og komst í 5:1 en Sel­fyss­ing­ar hresst­ust þegar á leið fyrri hálfleik. 

Eft­ir tæp­ar tíu mín­út­ur í síðari hálfleik hafði Sel­foss jafnað 18:18. Eft­ir það var leik­ur­inn mjög jafn ef frá eru tald­ar síðustu tvær mín­út­urn­ar eða svo þegar sig­ur Sel­fyss­inga var orðinn mjög lík­lega niðurstaða. 

Segja má að leiðin­leg­ur ávani hafi tekið sig upp hjá Stjörn­unni því á árum áður var liðið þekkt fyr­ir að falla úr keppni í 8-liða úr­slit­um Íslands­móts­ins. Virt­ist þá engu skipta hversu vel liðið var mannað. 

Leik­ur­inn var nokkuð harður eins og úr­slita­keppn­in hef­ur verið en menn héldu sig þó inn­an vel­sæm­is­marka. Stjarn­an varð fyr­ir blóðtöku þegar sterk­asti varn­ar­maður liðsins, Bjarki Már Gunn­ars­son, fékk beint rautt við að stjaka við Elvari Erni Jóns­syni sem kom­inn var í gegn­um vörn­ina og lenti illa. Úr varð nokk­ur hama­gang­ur í fram­hald­inu og einn leikmaður úr hvoru liði nældi sér í tveggja mín­útna brott­vís­un. 

Leó Snær Pét­urs­son og Eg­ill Magnús­son skoruðu 7 mörk hvor fyr­ir Stjörn­una en Eg­ill hefði þurft að ógna meira í seinni hálfleik. Aron Dag­ur Páls­son var mjög góður og skoraði 6 mörk og Svein­björn Pét­urs­son varði 15/​1 skot í mark­inu. Her­geir Gríms­son átti stór­leik og skoraði 10 mörk fyr­ir Sel­foss og Teit­ur Örn Ein­ars­son var með 6 mörk. Helgi Hlyns­son varði 15 skot í mark­inu. 

Stjarn­an 28:30 Sel­foss opna loka
Leó Snær Pétursson - 7
Egill Magnússon - 7
Aron Dagur Pálsson - 6
Ari Magnús Þorgeirsson - 4
Garðar Benedikt Sigurjónsson - 2 / 1
Andri Hjartar Grétarsson - 2
Mörk 10 - Hergeir Grímsson
6 - Teitur Örn Einarsson
4 / 2 - Einar Sverrisson
3 - Haukur Þrastarson
2 - Elvar Örn Jónsson
2 - Atli Ævar Ingólfsson
1 - Selfoss
1 - Árni Steinn Steinþórsson
1 - Sverrir Pálsson
Sveinbjörn Pétursson - 15 / 1
Varin skot 15 - Helgi Hlynsson
1 / 1 - Sölvi Ólafsson

14 Mín

Rautt Spjald Bjarki Már Gunnarsson
Brottvísanir

8 Mín

mín.
60 Leik lokið
Leiknum er lokið með sigri Selfoss 30:28.
60 28 : 30 - Egill Magnússon (Stjarnan) skoraði mark
Skot fyrir utan. Þetta kemur of seint.
60 Stjarnan tekur leikhlé
Tæp mínúta eftir. Einungis kraftaverk getur forðað Garðbæingum frá því að fara í sumarfrí.
60 27 : 30 - Teitur Örn Einarsson (Selfoss) skoraði mark
Gegnumbrot. Innsiglar sigurinn
59 Selfoss tekur leikhlé
Patti róar sína menn fyrir lokasprettinn. Þeir eru nánast með leikinn í hendi sér. Eru með boltann og tveimur mörkum yfir.
59 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
59 Teitur Örn Einarsson (Selfoss) skýtur framhjá
58 Stjarnan tapar boltanum
Úfff. Garðbæingar ná ekki að nýta sér liðsmuninn.
57 Tryggvi Þórisson (Selfoss) fékk 2 mínútur
57 Selfoss tapar boltanum
57 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
Með hjálp hávarnarinnar.
56 27 : 29 - Haukur Þrastarson (Selfoss) skoraði mark
Frábært skot af gólfinu, í slána og inn.
55 27 : 28 - Aron Dagur Pálsson (Stjarnan) skoraði mark
Fín skot frá Aroni fyrir utan.
54 26 : 28 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Hraðaupphlaup
54 Stjarnan tapar boltanum
53 26 : 27 - Teitur Örn Einarsson (Selfoss) skoraði mark
Skot fyrir utan
53 26 : 26 - Egill Magnússon (Stjarnan) skoraði mark
Skot fyrir utan
52 25 : 26 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Úr horninu. Hans níunda mark
51 25 : 25 - Aron Dagur Pálsson (Stjarnan) skoraði mark
Skot fyrir utan
50 24 : 25 - Elvar Örn Jónsson (Selfoss) skoraði mark
Gegnumbrot
49 Leó Snær Pétursson (Stjarnan) fékk 2 mínútur
Fyrir leiktöf.
49 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
49 24 : 24 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Úr horninu
48 Textalýsing
Sverrir haltrar út af. Virðist ekki alvarlegt.
48 Textalýsing
Nú er leikurinn stöðvaður á meðan hugað er að Sverri Eyjólfssyni. Hann virðist kvalinn. Sá ekki hvað gerðist en Sverrir var í vörn.
48 24 : 23 - Garðar Benedikt Sigurjónsson (Stjarnan) skorar úr víti
48 Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) fékk 2 mínútur
48 Stjarnan (Stjarnan) fiskar víti
48 Stjarnan tekur leikhlé
Einar tekur sér verðskuldað frí frá löngum fundahöldum með eftirlitsmönnum leiksins og ræðir við leikmenn sína.
47 23 : 23 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Hraðaupphlaup
47 Egill Magnússon (Stjarnan) fékk 2 mínútur
47 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
46 Hergeir Grímsson (Selfoss) skýtur framhjá
46 Sveinbjörn Pétursson (Stjarnan) varði skot
Selfoss fær frákastið
45 23 : 22 - Garðar Benedikt Sigurjónsson (Stjarnan) skoraði mark
Af línunni
44 Sveinbjörn Pétursson (Stjarnan) varði skot
44 22 : 22 - Leó Snær Pétursson (Stjarnan) skoraði mark
Hraðaupphlaup
44 Hergeir Grímsson (Selfoss) skýtur framhjá
44 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
43 21 : 22 - Haukur Þrastarson (Selfoss) skoraði mark
Fast skot fyrir utan
42 21 : 21 - Ari Magnús Þorgeirsson (Stjarnan) skoraði mark
Úr horninu
41 20 : 21 - Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) skoraði mark
Af línunni. Kemur Selfyssingum yfir
41 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
41 20 : 20 - Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) skoraði mark
Af línunni
39 20 : 19 - Egill Magnússon (Stjarnan) skoraði mark
Fékk frákastið og skoraði
39 Sölvi Ólafsson (Selfoss) ver víti
Frá Agli sem nær frákastinu.
39 Garðar Benedikt Sigurjónsson (Stjarnan) fiskar víti
37 Sveinbjörn Pétursson (Stjarnan) fékk 2 mínútur
Annað hvort fyrir mótmæli eða að blanda sér í æsinginn sem myndaðist.
39 19 : 19 - Einar Sverrisson (Selfoss) skoraði mark
38 19 : 18 - Ari Magnús Þorgeirsson (Stjarnan) skoraði mark
38 18 : 18 - Árni Steinn Steinþórsson (Selfoss) skoraði mark
Jafnar leikinn.
37 Stjarnan tapar boltanum
37 18 : 17 - Einar Sverrisson (Selfoss) skorar úr víti
37 Elvar Örn Jónsson (Selfoss) fiskar víti
Elvar hristir þetta örugglega af sér. Er staðinn upp.
37 Hergeir Grímsson (Selfoss) fékk 2 mínútur
Hergeir fær réttilega brottvísun fyrir að ráðast að Bjarka og vera með stæla.
37 Bjarki Már Gunnarsson (Stjarnan) rautt spjald
Beint rautt. Stór ákvörðun en á mögulega rétt á sér. Sá það ekki nægilega vel. Elvar var kominn í gegn vinstra megin og Bjarki kemur og ýtir framan á hann með þeim afleiðingum að Elvar lendir mjög illa á bakinu. Þegar afleiðingarnar eru með þeim hætti þá má gefa rautt að ég held. Bjarki var svolítið óheppinn en þetta leit illa út.
36 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
36 Sveinbjörn Pétursson (Stjarnan) varði skot
36 18 : 16 - Aron Dagur Pálsson (Stjarnan) skoraði mark
35 17 : 16 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
35 Stjarnan tapar boltanum
35 17 : 15 - Teitur Örn Einarsson (Selfoss) skoraði mark
Skot sem fór af vörninni og í netið
34 17 : 14 - Andri Hjartar Grétarsson (Stjarnan) skoraði mark
Úr horninu
33 16 : 14 - Selfoss (Selfoss) skoraði mark
33 Aron Dagur Pálsson (Stjarnan) á skot í stöng
32 Sveinbjörn Pétursson (Stjarnan) varði skot
32 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
32 Sveinbjörn Pétursson (Stjarnan) varði skot
31 Egill Magnússon (Stjarnan) á skot í stöng
30 Hálfleikur
Fyrri hálfleik er lokið. Stjarnan er yfir 16:13. Verskulduð forysta. Garðbæingar byrjuðu mun betur og komust í 5:1. Vörnin var býsna góð og Stjarnan fékk mörg hraðaupphlaup. Leó Snær er til að mynda kominn með 6 mörk nú þegar. Sveinbjörn var traustur í fyrri hálfleik og varði 10 skot. Hergeir hefur verið sprækur hjá Selfyssingum og er með 5 mörk. Helgi Hlynsson byrjaði rólega í markinu en er kominn með 7 skot. Selfyssingar hafa á heildina litið verið mistækir en leikur þeirra lagaðist nokkuð þegar á leið.
30 Sveinbjörn Pétursson (Stjarnan) varði skot
30 16 : 13 - Leó Snær Pétursson (Stjarnan) skoraði mark
Úr horninu
29 15 : 13 - Einar Sverrisson (Selfoss) skorar úr víti
29 Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) skýtur yfir
29 15 : 12 - Aron Dagur Pálsson (Stjarnan) skoraði mark
Skot af gólfinu
28 14 : 12 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Úr horninu
28 Sveinbjörn Pétursson (Stjarnan) varði skot
Selfoss fær frákastið
27 14 : 11 - Aron Dagur Pálsson (Stjarnan) skoraði mark
Lyfti sér upp fyrir utan
26 Sveinbjörn Pétursson (Stjarnan) ver víti
Frá Teiti.
26 Elvar Örn Jónsson (Selfoss) fiskar víti
26 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
25 Selfoss tapar boltanum
25 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
25 Sveinbjörn Pétursson (Stjarnan) varði skot
24 13 : 11 - Ari Magnús Þorgeirsson (Stjarnan) skoraði mark
Gegnumbrot
24 Stjarnan tekur leikhlé
Einar grípur inn í. Munurinn kominn niður í eitt mark.
23 12 : 11 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Úr horninu
23 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
22 Sveinbjörn Pétursson (Stjarnan) varði skot
22 12 : 10 - Egill Magnússon (Stjarnan) skoraði mark
Mikilvægt mark
21 Garðar Benedikt Sigurjónsson (Stjarnan) fékk 2 mínútur
Reif aftan í hendina á Teiti sem hafði farið auðveldlega framhjá Garðari.
21 11 : 10 - Teitur Örn Einarsson (Selfoss) skoraði mark
Gegnumbrot.
20 Stjarnan tapar boltanum
20 11 : 9 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Hraðaupphlaup
20 Stjarnan tapar boltanum
19 11 : 8 - Elvar Örn Jónsson (Selfoss) skoraði mark
Lyfti sér upp fyrir utan.
18 Selfoss tekur leikhlé
Patti splæsir á sig öðru leikhléi
18 11 : 7 - Leó Snær Pétursson (Stjarnan) skoraði mark
Enn eitt hraðaupphlaupið. Selfyssingar eru pínlega lengi að skila sér til baka á heildina litið. Furðulegt í ljósi mikilvægi leiksins.
18 Selfoss tapar boltanum
18 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
17 Sveinbjörn Pétursson (Stjarnan) varði skot
16 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
Frá Leó sem var í dauðafæri.
16 Selfoss tapar boltanum
16 10 : 7 - Egill Magnússon (Stjarnan) skoraði mark
Lyfti sér upp fyrir utan.
15 9 : 7 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Náði frákastinu og skoraði.
15 Sveinbjörn Pétursson (Stjarnan) varði skot
Frá Árna sem var í dauðafæri. Selfoss fær frákastið
15 Stjarnan tapar boltanum
15 Sveinbjörn Pétursson (Stjarnan) varði skot
14 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
Frá Andra sem var aleinn í hraðaupphlaupi. Gæti virkað sem stemningsvarsla fyrir Selfyssinga.
14 Selfoss tapar boltanum
13 9 : 6 - Sverrir Pálsson (Selfoss) skoraði mark
Af línunni
13 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
13 Selfoss tapar boltanum
12 9 : 5 - Egill Magnússon (Stjarnan) skoraði mark
Skot fyrir utan, í stöngina og Helga markvörð og inn.
12 8 : 5 - Teitur Örn Einarsson (Selfoss) skoraði mark
Skot fyrir utan.
11 Sverrir Eyjólfsson (Stjarnan) fékk 2 mínútur
11 8 : 4 - Ari Magnús Þorgeirsson (Stjarnan) skoraði mark
Gegnumbrot
11 Selfoss tapar boltanum
9 7 : 4 - Leó Snær Pétursson (Stjarnan) skoraði mark
7:4. Úr horninu. Stefnir í stórleik hjá honum.
9 6 : 4 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Hraðaupphlaup.
9 Stjarnan tapar boltanum
8 6 : 3 - Einar Sverrisson (Selfoss) skoraði mark
Gegnumbrot
8 6 : 2 - Egill Magnússon (Stjarnan) skoraði mark
Skot fyrir utan
7 5 : 2 - Teitur Örn Einarsson (Selfoss) skoraði mark
Skot fyrir utan
7 Selfoss tekur leikhlé
Patti búinn að sjá nóg og þarf að leggja línurnar fyrir sína menn. Óvænt byrjun á þessum leik og staðan 5:1.
6 5 : 1 - Aron Dagur Pálsson (Stjarnan) skoraði mark
Skot fyrir utan
6 Haukur Þrastarson (Selfoss) fékk 2 mínútur
Mjög óskynsamur. Braut tvívegis með áberandi hætti í sömu sókninni. Fékk gult spjald og síðan brottvísun.
5 Sveinbjörn Pétursson (Stjarnan) varði skot
4 Bjarki Már Gunnarsson (Stjarnan) fékk 2 mínútur
3 4 : 1 - Leó Snær Pétursson (Stjarnan) skoraði mark
Þriðja hraðaupphlaupsmarkið hans í upphafi leiks.
3 Sveinbjörn Pétursson (Stjarnan) varði skot
3 3 : 1 - Leó Snær Pétursson (Stjarnan) skoraði mark
Hraðaupphlaup
3 Selfoss tapar boltanum
3 2 : 1 - Andri Hjartar Grétarsson (Stjarnan) skoraði mark
Úr horninu
2 1 : 1 - Haukur Þrastarson (Selfoss) skoraði mark
Snöggt skot í skrefinu.
1 1 : 0 - Leó Snær Pétursson (Stjarnan) skoraði mark
Hraðaupphlaup
1 Selfoss tapar boltanum
1 Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann.
0 Textalýsing
Afskaplega fáir stuðningsmenn Stjörnunnar eru komnir nú þegar leikurinn er að hefjast. Er ekki viss um hvað maður á að lesa út úr því en ef til vill hafa þei ekki mikla trú á því að liðið geti komist í undanúrslit úr því sem komið er.
0 Textalýsing
Talsvert af Selfyssingum sem hafa komið sér fyrir í stúkunni, klæddir í vínrautt.
0 Textalýsing
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, er uppalinn í Stjörnunni eins og handboltaunnendur þekkja. Í kvöld gæti hann sent uppeldisfélagið í sumarfrí.
0 Textalýsing
Selfyssingar höfðu betur í fyrsta leiknum á heimavelli á laugardaginn, 33:25, og með sigri í kvöld komast þeir í undanúrslitin og senda Stjörnumennina í sumarfrí.
0 Textalýsing
Velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá öðrum leik Stjörnunnar og Selfoss í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla í handknattleik.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson

Gangur leiksins: 4:1, 9:7, 11:9, 13:11, 16:13, 17:16, 23:22, 24:25, 27:28, 28:30.

Lýsandi: Kristján Jónsson

Völlur: TM-höllin

Stjarnan: Sveinbjörn Pétursson (M), Lárus Gunnarsson (M). Bjarki Már Gunnarsson, Hörður Kristinn Örvarsson, Dagur Snær Stefánsson, Leó Snær Pétursson, Aron Dagur Pálsson, Hjálmtýr Alfreðsson, Garðar Benedikt Sigurjónsson, Sverrir Eyjólfsson, Egill Magnússon, Ari Magnús Þorgeirsson, Andri Hjartar Grétarsson, Birgir Steinn Jónsson.

Selfoss: Helgi Hlynsson (M), Sölvi Ólafsson (M). Hergeir Grímsson, Tryggvi Þórisson, Richard Sæþór Sigurðsson, Elvar Örn Jónsson, Sverrir Pálsson, Árni Steinn Steinþórsson, Atli Ævar Ingólfsson, Teitur Örn Einarsson, Guðjón Baldur Ómarsson, Einar Sverrisson, Haukur Þrastarson, Eyvindur Hrannar Gunnarsson.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert