HK fór upp og sendi Gróttu niður

Liðsmenn HK fagna í kvöld.
Liðsmenn HK fagna í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

HK leikur í efstu deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð eftir 25:21-sigur á Gróttu í þriðja leik liðanna í umspili um sæti í deild þeirra bestu. HK vinnur einvígið 3:0 og sendir Gróttu niður í 1. deild leiðinni. 

Grótta hafnaði í 7. sæti Olísdeildarinnar í vetur og HK í 2. sæti Grill 66 deildarinnar, 1. deildinni. Grótta varð Íslandsmeistari 2015 og 2016, en lítið hefur gengið hjá liðinu í vetur undir stjórn Alfreðs Finnssonar og voru HK-konur mun sterkari aðilinn í einvíginu. 

Þórunn Friðriksdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir skoruðu sex mörk hvor fyrir HK og Tinna Valgerður Gísladóttir gerði sjö fyrir Gróttu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert