Selfoss vann fyrsta leik eftir framlengingu

Einar Sverrisson átti stórleik fyrir Selfoss gegn FH í kvöld …
Einar Sverrisson átti stórleik fyrir Selfoss gegn FH í kvöld og skoraði 11 mörk. mbl.is/Ófeigur

Selfyssingar eru komnir yfir í einvíginu gegn FH í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir 36:34-sigur í framlengdum fyrsta leik liðanna á Selfossi í kvöld.

Leikurinn var hin besta skemmtun en bæði lið mættu af krafti inn í leikinn og börðust eins og ljón. Dómararnir lögðu línurnar strax í upphafi og veifuðu gulum spjöldum ótt og títt. Jafnt var á öllum tölum upp í 13:13 þegar rúmar 23 mínútur voru liðnar.

Skömmu áður hafði Gísli Þorgeir Kristjánsson fengið beint rautt spjald fyrr að brjóta á Árna Steini Steinþórssyni. Árni kom ekki meira við sögu í leiknum en hann fékk slæmt högg á hnéð. 

Fjarvera þessa tveggja frábæru leikmanna hafði meiri áhrif á Selfossliðið sem gaf eftir en FH-ingar þjöppuðu sér saman í vörninni og náðu í kjölfarið þriggja marka forskoti. Staðan í hálfleik var 14:17. Það var vel gert hjá FH-ingum að ná þessu forskoti en þeir voru mikið utan vallar í fyrri hálfleik, samtals í tíu mínútur.

Gest­irn­ir héldu for­skot­inu og gott bet­ur fram í miðjan seinni hálfleik en þeir höfðu fimm marka forskot þegar leik­ur þeirra gjör­sam­lega hrundi. Sel­foss gekk á lagið og Ein­ar Sverris­son var óstöðvandi í sókn þeirra vín­rauðu. Selfoss gerði 9:3 áhlaup á síðustu fimmtán mínútum leiksins og þar af skoraði Einar sex mörk.  Sel­foss jafnaði 28:28 á loka­mín­út­unni og FH tókst ekki að nýta síðustu sókn­ina.

Fram­leng­ing­in var í járn­um þar til tvær mín­út­ur voru eft­ir að FH tapaði bolt­an­um. Þessi litlu mistök urðu til þess að Sel­foss komst tveim­ur mörk­um yfir en á lokasekúndunum voru heima­menn­irn­ir skref­inu á und­an í kjöl­farið og unnu virki­lega sæt­an sig­ur.

Það verður ekki hjá því komist að minnast á stemmninguna í húsinu en 739 áhorfendur stigu trylltan dans á pöllunum. Það voru ekki bara heimamenn því FH átti góða stuðningssveit á pöllunum og allir voru til fyrirmyndar.

Ein­ar Sverris­son skoraði 11/​5 mörk fyr­ir Sel­foss og Hauk­ur Þrast­ar­son og Atli Ævar Ing­ólfs­son 6. Sölvi Ólafs­son varði 7 skot fyr­ir Sel­foss. 

Hjá FH skoraði Óðinn Þór Rík­h­arðsson 11 mörk og Ásbjörn Friðriks­son 8/​1. Ágúst Elí Björg­vins­son varði 7/​1 skot og Birk­ir Fann­ar Braga­son 7.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Selfoss 36:34 FH opna loka
70. mín. FH tapar boltanum Misheppnuð línusending.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert