FH-ingar jöfnuðu metin

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson með boltann í leiknum í kvöld.
Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson með boltann í leiknum í kvöld.

FH jafnaði met­in gegn Sel­fossi með 37:33-sigri í ein­vígi liðanna í undanúr­slit­um Íslands­móts­ins í hand­knatt­leik karla í Kaplakrika í dag. Liðin hafa nú unnið sitt­hvorn heima­leik­inn.

Fyrsta mark leiks­ins lét bíða eft­ir sér í um fjór­ar mín­út­ur og skömmu síðar var staðan 4:1, heima­mönn­um í vil. Var það fyrst og fremst Ágústi Elí Björg­vins­syni að þakka í marki FH-inga en hann varði í gríð og erg í fyrri hálfleik, oft á tíðum stór­kost­lega.

Sel­fyss­ing­um tókst smátt og smátt að vinna sig aft­ur inn í leik­inn en FH-ing­ar héldu þó for­yst­unni og voru 17:15 yfir í hálfleik. Ágúst Elí var með 11 var­in skot í fyrri hálfleik og Gísli Þor­geir Kristjáns­son átta mörk fyr­ir FH.

Gísli Þor­geir náði ekki að láta mikið að sér kveða í fyrsta leikn­um, enda fékk hann rautt spjald eft­ir aðeins stund­ar­fjórðung á Sel­fossi, en hann var greini­lega staðráðinn í að kvitta fyr­ir það í kvöld og reynd­ist gest­un­um ansi erfiður viður­eign­ar, endaði með 13 mörk. Árni Steinn Steinþórs­son meidd­ist í fyrri hálfleik og þurfti að hætta leik hjá Sel­fossi.

FH-ing­ar héldu áfram að spila vel eft­ir hlé og var mun­ur­inn fimm mörk á tíma­bili en Sel­fyss­ing­ar komu þó með áhlaup á lokakafl­an­um. Ein­ar Sverris­son var þeirra besti maður, skoraði 11 mörk, og var mun­ur­inn um tíma aðeins tvö mörk en FH-ing­ar stóðu af sér veðrið og jöfnuðu ein­vígið.

FH 37:33 Sel­foss opna loka
Gísli Þorgeir Kristjánsson - 13
Óðinn Þór Ríkharðsson - 6
Einar Rafn Eiðsson - 5
Ásbjörn Friðriksson - 5 / 1
Ágúst Birgisson - 4
Jóhann Karl Reynisson - 2
Arnar Freyr Ársælsson - 2
Mörk 11 / 2 - Einar Sverrisson
8 - Teitur Örn Einarsson
4 - Atli Ævar Ingólfsson
3 - Elvar Örn Jónsson
2 - Richard Sæþór Sigurðsson
2 - Hergeir Grímsson
1 - Guðni Ingvarsson
1 - Guðjón Baldur Ómarsson
1 - Haukur Þrastarson
Ágúst Elí Björgvinsson - 17
Birkir Fannar Bragason - 1
Varin skot 3 - Helgi Hlynsson
1 - Sölvi Ólafsson

10 Mín

Brottvísanir

8 Mín

mín.
60 Leik lokið
FH-ingar jafna einvígið með frábærum sigri.
60 37 : 33 - Einar Rafn Eiðsson (FH) skoraði mark
60 36 : 33 - Guðni Ingvarsson (Selfoss) skoraði mark
60 36 : 32 - Ásbjörn Friðriksson (FH) skoraði mark
60 35 : 32 - Guðjón Baldur Ómarsson (Selfoss) skoraði mark
59 35 : 31 - Gísli Þorgeir Kristjánsson (FH) skoraði mark
Gísli innsiglar sigurinn
59 FH tekur leikhlé
50 sekúndur eftir. Selfyssingar fara nú í hápressu.
59 34 : 31 - Elvar Örn Jónsson (Selfoss) skoraði mark
59 Arnar Freyr Ársælsson (FH) fékk 2 mínútur
58 Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
58 34 : 30 - Óðinn Þór Ríkharðsson (FH) skoraði mark
57 Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
Guðni þrumar í bringuna á Ágúst og þetta gæti verið leikurinn!
57 33 : 30 - Gísli Þorgeir Kristjánsson (FH) skoraði mark
57 Elvar Örn Jónsson (Selfoss) fékk 2 mínútur
56 32 : 30 - Teitur Örn Einarsson (Selfoss) skoraði mark
56 Ísak Rafnsson (FH) fékk 2 mínútur
56 32 : 29 - Ágúst Birgisson (FH) skoraði mark
55 FH tekur leikhlé
55 31 : 29 - Richard Sæþór Sigurðsson (Selfoss) skoraði mark
Fimm mínútur eftir, munurinn er tvö mörk.
55 Birkir Fannar Bragason (FH) varði skot
54 31 : 28 - Einar Sverrisson (Selfoss) skoraði mark
Einar skorar og FH-ingar kasta boltanum frá sér um leið! Selfyssingar koma aftur.
54 Jóhann Karl Reynisson (FH) fékk 2 mínútur
53 Sölvi Ólafsson (Selfoss) varði skot
Sölvi kominn í markið og hann ver vel.
53 Elvar Örn Jónsson (Selfoss) fékk 2 mínútur
52 Teitur Örn Einarsson (Selfoss) skýtur yfir
Þrumuskot en hátt yfir.
52 31 : 27 - Einar Rafn Eiðsson (FH) skoraði mark
51 30 : 27 - Elvar Örn Jónsson (Selfoss) skoraði mark
Gestirnir svara um hæl!
51 30 : 26 - Gísli Þorgeir Kristjánsson (FH) skoraði mark
50 29 : 26 - Teitur Örn Einarsson (Selfoss) skoraði mark
49 29 : 25 - Einar Sverrisson (Selfoss) skoraði mark
48 29 : 24 - Óðinn Þór Ríkharðsson (FH) skoraði mark
Óðinn fær langsendingu sem Helgi reynir að grípa inn í en það tekst ekki. Óðinn skorar svo auðvitað í autt markið.
47 28 : 24 - Ágúst Birgisson (FH) skoraði mark
Gísli Þorgeir laumar boltanum inn á Ágúst sem klikkar ekki úr svona færi.
46 27 : 24 - Einar Sverrisson (Selfoss) skoraði mark
45 27 : 23 - Ágúst Birgisson (FH) skoraði mark
45 26 : 23 - Richard Sæþór Sigurðsson (Selfoss) skoraði mark
Úr horninu vinstra megin, skorar sitt fyrsta mark.
44 26 : 22 - Ásbjörn Friðriksson (FH) skoraði mark
43 25 : 22 - Einar Sverrisson (Selfoss) skoraði mark
Einar að taka mikið til sín og skyndilega eru Selfyssingar komnir á smá skrið!
42 25 : 21 - Einar Sverrisson (Selfoss) skoraði mark
41 Selfoss tekur leikhlé
41 25 : 20 - Óðinn Þór Ríkharðsson (FH) skoraði mark
41 24 : 20 - Einar Sverrisson (Selfoss) skoraði mark
41 Einar Rafn Eiðsson (FH) fékk 2 mínútur
40 24 : 19 - Jóhann Karl Reynisson (FH) skoraði mark
40 23 : 19 - Teitur Örn Einarsson (Selfoss) skoraði mark
39 Hergeir Grímsson (Selfoss) fékk 2 mínútur
39 23 : 18 - Ásbjörn Friðriksson (FH) skoraði mark
38 22 : 18 - Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) skoraði mark
Atli er einn á auðum sjó á línunni og skorar.
38 22 : 17 - Einar Rafn Eiðsson (FH) skoraði mark
37 Guðni Ingvarsson (Selfoss) fékk 2 mínútur
37 21 : 17 - Einar Sverrisson (Selfoss) skoraði mark
Einar með sitt fimmta mark, fín sókn gestanna.
36 Selfoss tekur leikhlé
4:1 fyrir FH í síðari hálfleik og Selfyssingar taka leikhlé. Árni Steinn meiddist í fyrri hálfleik og hann verður ekki meira með.
36 21 : 16 - Óðinn Þór Ríkharðsson (FH) skoraði mark
Enn er Ágúst Elí að verja og Óðinn skorar úr hraðaupphlaupi!
36 Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
36 20 : 16 - Gísli Þorgeir Kristjánsson (FH) skoraði mark
Hann er óstöðvandi hér, 10 mörk komin. Hann fékk rautt eftir korter í fyrsta leik og er að kvitta fyrir það hér.
36 Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
35 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
34 19 : 16 - Teitur Örn Einarsson (Selfoss) skoraði mark
34 19 : 15 - Gísli Þorgeir Kristjánsson (FH) skoraði mark
Hann helur áfram, stekkur vel yfir vörnina og finnur fjærhornið.
31 Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
Ágúst byrjar þann síðari eins og hann byrjaði fyrri, með því að verja.
31 18 : 15 - Arnar Freyr Ársælsson (FH) skoraði mark
Heimamenn byrja síðari hálfleikinn á marki, Arnar Freyr með það.
31 Leikur hafinn
30 Hálfleikur
Fínasta skemmtun hér, Ágúst Elí og Gísli Þorgeir að spila gríðarlega vel.
30 Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
Einar snýr af sér varnarmann og kemst í gott færi en Ágúst Elí tekur sitt 11 skot.
30 17 : 15 - Gísli Þorgeir Kristjánsson (FH) skoraði mark
Selfyssingar stíga út í vörninni og Gísli keyrir á þá, þrumar svo í fjærhornið.
30 FH tekur leikhlé
Tæp mínúta eftir og heimamenn taka leikhlé.
29 Ágúst Birgisson (FH) fékk 2 mínútur
29 16 : 15 - Einar Sverrisson (Selfoss) skoraði mark
29 16 : 14 - Gísli Þorgeir Kristjánsson (FH) skoraði mark
Sjö marka maður í fyrri hálfleik.
28 15 : 14 - Einar Sverrisson (Selfoss) skoraði mark
28 Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
Elvar Örn reynir erfitt skot og Ágúst ver en Selfyssingar vinna boltann aftur.
27 15 : 13 - Óðinn Þór Ríkharðsson (FH) skoraði mark
27 14 : 13 - Einar Sverrisson (Selfoss) skorar úr víti
Stöngin inn.
27 Ágúst Birgisson (FH) gult spjald
27 Elvar Örn Jónsson (Selfoss) fiskar víti
26 14 : 12 - Ágúst Birgisson (FH) skoraði mark
Helgi er í þessum bolta en hann lekur yfir línuna.
26 13 : 12 - Teitur Örn Einarsson (Selfoss) skoraði mark
Þrumuskot fyrir utan í bláhornið nær. Afskaplega lítið á milli þessara liða.
25 13 : 11 - Einar Rafn Eiðsson (FH) skoraði mark
24 12 : 11 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
24 12 : 10 - Gísli Þorgeir Kristjánsson (FH) skoraði mark
23 11 : 10 - Teitur Örn Einarsson (Selfoss) skoraði mark
Loks klikkaði Gísli og Teitur skorar úr hraðaupphlaupi hinumegin.
23 Gísli Þorgeir Kristjánsson (FH) á skot í slá
23 11 : 9 - Elvar Örn Jónsson (Selfoss) skoraði mark
22 11 : 8 - Gísli Þorgeir Kristjánsson (FH) skoraði mark
Gísli með sitt fimmta mark! Búinn að vera óstöðvandi.
21 Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
21 Einar Rafn Eiðsson (FH) skýtur framhjá
21 10 : 8 - Haukur Þrastarson (Selfoss) skoraði mark
20 10 : 7 - Gísli Þorgeir Kristjánsson (FH) skoraði mark
20 Sverrir Pálsson (Selfoss) gult spjald
19 Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
ÞETTA ER RUGL! Selfyssingar fá tvö algjör dauðafæri hér og Ágúst étur þau bæði.
19 Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
18 9 : 7 - Gísli Þorgeir Kristjánsson (FH) skoraði mark
Gísli með sitt þriðja mark, þeir ráða ekki við hann.
18 Gísli Þorgeir Kristjánsson (FH) skýtur yfir
Fær aukakast.
18 8 : 7 - Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) skoraði mark
17 8 : 6 - Ásbjörn Friðriksson (FH) skorar úr víti
17 Óðinn Þór Ríkharðsson (FH) fiskar víti
16 Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
Gegnumbrot hjá gestunum en Ágúst er búinn að vera frábær til þessa.
15 7 : 6 - Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) skoraði mark
Vel gert, sneri af sér tvo varnarmenn á línunni og kom boltanum undir Ágúst í markinu.
15 Selfoss tekur leikhlé
15 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
Ágúst í dauðafæri á línunni en Helgi sér við honum.
14 Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
Hans sjötta markvarsla hér.
13 Hergeir Grímsson (Selfoss) gult spjald
13 7 : 5 - Gísli Þorgeir Kristjánsson (FH) skoraði mark
12 6 : 5 - Teitur Örn Einarsson (Selfoss) skoraði mark
Enginn mætir honum og Teitur lætur ekki bjóða sér það tvisvar.
10 6 : 4 - Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) skoraði mark
Enn er Ágúst að verja en Selfyssingar halda boltanum og koma honum á Atla á línunni sem skorar.
10 Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
10 6 : 3 - Gísli Þorgeir Kristjánsson (FH) skoraði mark
10 5 : 3 - Teitur Örn Einarsson (Selfoss) skoraði mark
Gestirnir að finna lausnir í sókninni.
9 5 : 2 - Ásbjörn Friðriksson (FH) skoraði mark
Þruma upp í skeytin, óverjandi.
8 4 : 2 - Einar Sverrisson (Selfoss) skorar úr víti
8 Elvar Örn Jónsson (Selfoss) fiskar víti
7 4 : 1 - Arnar Freyr Ársælsson (FH) skoraði mark
Stingur sér inn á línuna og slítur af sér varnarmann til að skora sitt fyrsta mark.
6 3 : 1 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Selfyssingar komnir á blað. Hergeir af línunni.
6 3 : 0 - Einar Rafn Eiðsson (FH) skoraði mark
Þrumar í gólfið og þaðan milli fóta Helga.
5 Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
Árni Steinn kemur inn úr horninu hægra megin og virðist þruma boltanum í andlitið á Ágústi sem ver sitt fjórða skot. Árni biðst afsökunar á þessu og þeir skilja sáttir.
5 Arnar Freyr Ársælsson (FH) gult spjald
4 2 : 0 - Óðinn Þór Ríkharðsson (FH) skoraði mark
Mörkin létu aðeins bíða eftir sér en svo skora FH-ingar tvö á 15 sekúndum!
4 1 : 0 - Jóhann Karl Reynisson (FH) skoraði mark
3 Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) á skot í stöng
2 Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
2 Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
Nú ver hann tvisvar í einni og sömu sókninni.
2 Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
1 Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
Fast skot frá Atla Ævari en Ágúst Elí vandanum vaxinn.
1 Leikur hafinn
Gestirnir hefja fyrstu sókn.
0 Textalýsing
Pallarnir eru þétt setnir hér í Kaplakrika. Heimamenn öðru megin og Selfyssingar andspænis þeim. Það var boðið upp á sturlaða stemningu í fyrsta leiknum og það er ekki við öðru að búast hér.
0 Textalýsing
Ísak, Jóhann Birgir og Ágúst hafa allir verið að glíma við meiðsli undanfarið hjá FH. Þeir eru þó allir á skýrslu í kvöld og vonandi klárir í slaginn.
0 Textalýsing
Um er að ræða annan leik liðanna en Selfyssingar unnu fyrsta leik einvígsins, 36:34, eftir framlengingu.
0 Textalýsing
Velkomin með mbl.is í Kaplakrika þar sem FH tekur á móti Selfossi í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í handknattleik.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson

Gangur leiksins: 2:0, 6:4, 7:6, 10:7, 13:11, 17:15, 19:16, 24:19, 27:23, 29:26, 31:29, 37:33.

Lýsandi:

Völlur: Kaplakriki

FH: Birkir Fannar Bragason (M), Ágúst Elí Björgvinsson (M). Ágúst Birgisson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ásbjörn Friðriksson, Ísak Rafnsson, Jóhann Karl Reynisson, Einar Rafn Eiðsson, Jóhann Birgir Ingvarsson, Jakob Martin Ásgeirsson, Jón Bjarni Ólafsson, Arnar Freyr Ársælsson, Þorgeir Björnsson.

Selfoss: Helgi Hlynsson (M), Sölvi Ólafsson (M). Hergeir Grímsson, Guðni Ingvarsson, Richard Sæþór Sigurðsson, Elvar Örn Jónsson, Sverrir Pálsson, Árni Steinn Steinþórsson, Atli Ævar Ingólfsson, Teitur Örn Einarsson, Guðjón Baldur Ómarsson, Einar Sverrisson, Haukur Þrastarson, Haukur Páll Hallgrímsson.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert