Fer úr Hafnarfirði til Týról

Ísak Rafnsson
Ísak Rafnsson mbl.isEggert Jóhannesson

Fh-ingurinn Ísak Rafnsson hefur átt í viðræðum við forráðamenn austurríska efstu deildar liðsins Schwaz Handball Tirol. Þetta hefur Morgunblaðið samkvæmt heimildum.

Góðar líkur munu vera á að Ísak gangi til liðs við félagið í sumar en hann stendur nú í eldlínunni með félögum sínum í FH á móti Selfoss í undanúrslitum Íslandsmótsins.

Schwaz Handball Tirol hafnaði í sjöunda sæti austurrísku deildarkeppninnar og leikur nú í undanúrslitum um austurríska meistaratitilinn. Eftir tvær viðureignir við Krems í undanúrslitum er staðan jöfn, hvort lið hefur einn vinning. Oddaleikur liðanna fer fram um helgina.

Heimildir mbl.is herma ennfremur að forráðamenn Schwaz Handball Tirol hafi einnig rætt við Agnar Smára Jónsson, leikmann ÍBV, og Fannar Þór Friðgeirsson, liðsmann Hamm í Þýskalandi, en ekkert hafi orðið úr samningum við þá. 

 Schwaz Handball Tirol var til fyrir fimm árum við sameiningu ULZ Schwaz og HIT Innsbruck.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert