Afturelding styrkist

Kristín Sverrisdóttir, Arnór Freyr Stefánsson, Haukur Sigurvinsson, formaður meistaraflokksráð Aftureldingar, …
Kristín Sverrisdóttir, Arnór Freyr Stefánsson, Haukur Sigurvinsson, formaður meistaraflokksráð Aftureldingar, Júlíus Þórir Stefánsson og Jón Magnús Jónsson. Ljósmynd/Afturelding

Handknattleikslið Aftureldingar hefur gengið frá samningum við markvörðinn Arnór Frey Stefánsson og hornamanninn Júlíus Þóri Stefánsson frá Gróttu. Arnar Freyr hefur leikið með danska liðinu Randers síðustu tvö keppnistímabil samhliða námi í byggingarfræði í háskóla í Randers á Jólandi.

„Ég er bara mjög spenntur og líst vel á hópinn hjá Aftureldingu og Einar Andra Einarsson þjálfara sem ég kynntist þegar hann þjálfaði mig í yngri landsliðunum fyrir nokkrum árum,“ sagði Arnór Freyr við Morgunblaðið í gær.

Arnór Freyr lék upp yngri flokkana með ÍR en skipti yfir til HK sumarið 2011 og lék með Kópavogsliðinu í tvö tímabil. Hann var m.a. í meistaraliði HK 2012 hvar hann lék stórt hlutverk.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert