Arnar Freyr framlengir við FH

Arnar Frey og Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH handsala samninginn.
Arnar Frey og Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH handsala samninginn. Ljósmynd/FH.is

Handknattleikskappinn Arnar Freyr Ársælsson hefur framlengt samning sinn við FH og skrifar hann undir tveggja ára samning við félagið en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í kvöld. Arnar kom til félagsins í ágúst árið 2016 en hann er uppalinn í Fram og spilar sem vinstri hornamaður.

Það er mjög ánægjulegt að Freysi hafi ákveðið að vera áfram hjá okkur í Fimleikafélaginu næstu tvö árin. Freysi er einn besti varnarmaður Olísdeildarinnar, frábær sóknarmaður og karakter sem á sér fáa líka,“ segir í fréttatilkynninguna sem félagið sendi frá sér en Arnar verður í eldlínunni með FH á morgun þegar liðið mætir ÍBV í fyrsta leik liðanna í úrslitaviðureign Íslandsmótsins í handbolta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert