Elín Jóna skrifar undir hjá Vendsyssel

Elín Jóna Þorsteinsdóttir.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmarkmaðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við danska handboltafélagið Vendsyssel. Elín er uppalin hjá Gróttu, en hún hefur leikið með Haukum undanfarin ár.

Elín heimsótti herbúðir Vendsyssel í febrúar síðastliðinn og æfði með liðinu. Ásamt því að leika handbolta mun Elín halda kennaranámi sínu áfram og vinna nokkra klukkutíma í viku. Vendsyssel leikur í næstefstu deild Danmerkur og hélt sér uppi með öruggum sigri í umspili. 

„Ég hlakka til að spila með Vendsyssel og að hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum. Ég fékk ótrúlega góðar móttökur þegar ég heimsótti félagið og allir voru jákvæðir og það gerði ákvörðunina enn auðveldari. Ég hlakka til að takast á við nýja áskorun í nýju landi," sagði Elín í samtali við heimasíðu félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert