Funda vegna „grófrar líkamsárásar“

Gísli Þorgeir Kristjánsson með boltann í úrslitarimmunni við ÍBV.
Gísli Þorgeir Kristjánsson með boltann í úrslitarimmunni við ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

FH-ingar eru æfir yfir broti Eyjamannsins Andra Heimis Friðrikssonar á FH-ingnum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í kvöld og sendu frá sér harðorða yfirlýsingu á Facebook eftir leikinn.

Andri Heimir hlaut tvær mínútur fyrir brotið á Gísla Þorgeiri sem spilaði ekki meira í leiknum en ÍBV vann leikinn 29:22 og er komið í 2:1 í einvíginu.

„Stjórn handknattleikdeildar FH mun funda á morgun föstudag vegna grófrar líkamsárásar Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeir Kristjánsson í leik liðanna í Vestmannaeyjum í kvöld. Gísli Þorgeir slasaðist mjög illa og lítur stjórn handknattleiksdeildar FH málið alvarlegum augum,“ sagði í færslunni.

Færslan í heild sinni:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert