„Virðist vera í lagi í kollinum“

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður FH, t.v. meiddist illa á höfði …
Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður FH, t.v. meiddist illa á höfði og á öxl eftir að Andri Heimir Friðriksson lenti á honum s nemma leiks í gærkvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Saumuð voru nokkur spor í höfuð FH-ingsins Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem fékk þungt höfuðhögg þegar hann skall með höfuðið í gólfið eftir gróft brot Andra Andra Heimis Friðrikssonar í þriðja úrslitaleik ÍBV og FH um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í handknattleik í Eyjum í gærkvöld.

Atvikið átti sér eftir 15 mínútna leik og kom Gísli Þorgeir ekkert meira við sögu í leiknum en auk þess að fá höfuðhöggið varð hann fyrir meiðslum á öxl.

„Þetta var gróft brot. Gísli virðist vera í lagi í kollinum. Öxlin var slæm í gær en hann fer til læknis og sjúkraþjálfara í dag. Maður gerir sér vonir um að hann nái sér fljótt. Það virðist vera að hann hafi fengið mar á öxlina en vöðvi sé ekki rifinn,“ sagði Kristján Arason, faðir Gísla Þorgeirs, í samtali við mbl.is í morgun en þess má geta að Gísli Þorgeir þreytir nú fyrir hádegi sitt síðasta próf áður en hann verður stúdent.

Óvissa ríkir um þátttöku Gísla Þorgeirs í fjórða úrslitaleiknum sem fram fer í Kaplakrika á morgun en þar geta Eyjamenn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en staðan í einvíginu er 2:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert