Elverum vann öruggan 35:24-sigur á Arendal í oddaleik um sigur í úrslitakeppni norska handboltans í kvöld. Þráinn Orri Jónsson skoraði eitt mark fyrir Elverum sem tryggði sér norska meistaratitilinn fyrr í vor og er því tvöfaldur norskur meistari.
Þráinn er á sínu fyrsta tímabili með Elverum og óhætt að segja að uppskeran sé góð. Elverum lék í C-riðli Meistaradeildarinnar á leiktíðinni en féll úr leik í riðlakeppninni.