Tveir fara úr Gróttu til ÍR

Pétur Árni Hauksson í leik með Gróttu gegn meisturum ÍBV.
Pétur Árni Hauksson í leik með Gróttu gegn meisturum ÍBV. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ír-ingar halda áfram að safna liði fyrir átökin í úrvalsdeildinni í handknattleik karla á næsta keppnistímabili. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa ÍR-inga náð samkomulagi við tvo unga leikmenn úr Gróttu.

Annars vegar Pétur Árna Hauksson, örvhenta skyttu, og hins vegar Ásmund Atlason, rétthenta skyttu. Báðir hafa þeir verið viðloðandi yngri landslið Íslands. Pétur Árni kom afar sterkur til leiks með Gróttu á þessu ári eftir að hafa slitið krossband.

Áður voru ÍR-ingar búnir að tryggja sér krafta markvarðarins Stephen Nielsen og línumannsins Sveins Jóhannssonar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert