Ágúst Jóhannsson til Færeyja

Ágúst Þór Jóhannsson.
Ágúst Þór Jóhannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í Færeyjum. 

Handknattleikssamband Færeyja tilkynnti þetta í dag en Ágúst samdi til þriggja ára. 

Ágúst er jafnframt þjálfari kvennaliðs Vals sem lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor.

Gunnar Ellefsen, formaður handknattleikssambandsins í Færeyjum, segist vænta mikils af Ágústi og bendir á að Ágúst búi að góðri reynslu. Fyrsta stóra verkefnið hjá Ágústi verður að stýra Færeyjum í undankeppni HM um mánaðamótin nóvember/desember. 

Færeyjar er þriðja landið þar sem Ágúst starfar sem þjálfari fyrir utan Ísland, hann þjálfaði í efstu deild í Noregi og Danmörku um tíma. Stýrði þar Levanger og Sønderjyske. 

Ágúst stýrði A-landsliði kvenna í tveimur lokakeppnum á stórmótum. Á HM 2011 og EM 2012. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert