Oddur átti stórleik gegn Hamburg

Oddur Gretarsson skoraði 12 mörk úr 12 skotum í dag …
Oddur Gretarsson skoraði 12 mörk úr 12 skotum í dag og var með hundrað prósent nýtingu. mbl.is/Golli

Oddur Gretarsson átti sannkallaðan stórleik og skoraði tólf mörk úr tólf skotum þegar lið hans Balingen vann 32:29-sigur á Hamburg í 2. umferð þýsku B-deildarinnar í handknattleik í dag. 

Staðan að loknum fyrri hálfleik var 18:14 en sjö af tólf mörkum Odds í leiknum komu af vítalínunni. Aron Rafn Eðvarðsson var ekki með Hamburg í leiknum í dag.

Þetta var fyrsti sigur Balingen á tímabilinu og er liðið í níunda sæti eftir fyrstu tvær umferðirnar en Hamburg er í fimmtánda sætinu en liðið hefur aðeins spilað einn leik á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert