Handboltamaðurinn Árni Þór Sigtryggsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Stjörnuna og verður hann spilandi aðstoðarþjálfari hjá liðinu. Hann lék fyrst með Val og síðan Haukum síðasta vetur eftir sjö ár í atvinnumennsku í Þýskalandi.
Árni verður því bróður sínum, Rúnari Sigtryggssyni, til halds og trausts, en Rúnar tók við þjálfun Stjörnunnar af Einari Jónssyni sem hætti eftir síðasta tímabil.
Stjörnunni var spáð áttunda sæti af fyrirliðum og þjálfurum liðanna í úrvalsdeildinni fyrir komandi leiktíð.