Dramatískt jafntefli í spennu á Selfossi

Elvar Örn Jónsson, Selfossi, en Birkir Benediktsson, Aftureldingu, er til …
Elvar Örn Jónsson, Selfossi, en Birkir Benediktsson, Aftureldingu, er til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Selfoss og Afturelding gerðu dramatískt jafntefli, 29:29, í þriðju umferð Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld. Selfoss jafnaði metin þegar rétt rúm hálf mínúta var til leiksloka og Afturelding klúðraði þremur skotum í lokasókn sinni. Bæði lið eru enn taplaus í deildinni.

Afturelding náði fljótlega frumkvæðinu og leiddi 4:7 eftir tólf mínútna leik. Munurinn varð mestur fjögur mörk þegar tólf mínútur voru til hálfleiks, en Selfyssingar voru fljótir að svara fyrir sig og jöfnuðu 13:13 á stuttum tíma. Gestirnir skoruðu hins vegar tvö síðustu mörkin í fyrri hálfleik og leiddu verðskuldað 13:15 í leikhléi.

UMFA skoraði fyrstu tvö mörkin eftir hlé og þeir héldu fjögurra marka forskoti langt inn í seinni hálfleikinn. Selfyssingar sýndu þó þrautseigju og virtust eiga meira á tanknum í lokin því þeir jöfnuðu 25:25 þegar átta mínútur voru eftir. 

Eftir það var jafnt á öllum tölum en Afturelding átti síðustu sókn leiksins og fékk þrjár tilraunir til þess að skora en Pawel Kiepulski, markvörður Selfoss, varði þrjú skot í röð á síðustu ellefu sekúndunum og tryggði sínum mönnum stig.

Elvar Örn Jónsson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk og Alexander Egan skoraði 6. Kiepulski varði 12 skot í markinu. Elvar Ásgeirsson skoraði 9 mörk fyrir Aftureldingu og Júlíus Stefánsson 6/1. Arnór Freyr Stefánsson átti stórleik í markinu og varði 17/1 skot.

Hvorugu liðinu tókst þar með að einoka toppsætið en bæði lið hafa 5 stig ásamt FH-ingum í efstu þremur sætunum.

Selfoss 29:29 Afturelding opna loka
60. mín. Elvar Örn Jónsson (Selfoss) skoraði mark 35 sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert