FH-ingar selja heimaleikjaréttinn

Einar Rafn Eiðsson að skora fyrir FH gegn Fram.
Einar Rafn Eiðsson að skora fyrir FH gegn Fram. mbl.is/Árni Sæberg

Fh-ingar leika báða leiki sína ytra við portúgalska liðið Benfica í annarri umferð EHF-keppninnar í handknattleik. Viðureignirnar fara fram í Lissabon helgina 13. og 14. otkóber.

Síðari leikur liðanna átti upphaflega að fara fram í Kaplakrika en til þess að draga úr kostnaði við þátttöku ákváðu Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari og FH-ingar að selja heimaleikjarétt sinn. FH vann Dubrava frá Króatíu í fyrstu umferð í síðasta mánuði.

Selfoss og ÍBV leika heima og að heiman í annarri umferð EHF-keppninnar. Selfoss mætir Rivnica frá Slóveníu 6. og 13. október og fer síðari leikurinn fram á Selfossi. ÍBV leikur við Aix frá Frakklandi 7. og 13. október og verður fyrri viðureignin í Eyjum. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert