Öll Íslendingaliðin áfram í Noregi

Sigvaldi Guðjónsson er að spila vel með Elverum.
Sigvaldi Guðjónsson er að spila vel með Elverum. Ljósmynd/ehh.no

Íslendingaliðin þrjú í norska handboltanum komust öll áfram í bikarkeppninni þar í landi í dag. Sigvaldi Björn Guðjónsson átti stórleik fyrir Elverum og skoraði níu mörk í 31:26-sigri á Runar. Þráinn Jónsson bætti við tveimur mörkum fyrir Elverum. 

Sigvaldi Björn vann m.a. það afrek að skora þrjú mörk eftir hraðaupphlaup á sömu mínútunni, það meðan lið hans var manni færra.

Óskar Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Drammen sem vann öruggan 39:26-sigur á Stavanger á heimavelli og Nökkvi Dan Elliðason gerði þrjú mörk fyrir Arendal sem vann 38:29-sigur á Vålerenga á útivelli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert