Selfoss sneri taflinu við og komst áfram

Einar Sverrisson skýtur að marki Riko Ribnica í leiknum í …
Einar Sverrisson skýtur að marki Riko Ribnica í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Selfoss er komið áfram í þriðju umferð EHF-keppninnar í handknattleik eftir 32:26-sigur á Riko Ribnica frá Slóveníu í Hleðsluhöllinni í kvöld. Slóvenarnir unnu fyrri leikinn með þremur mörkum, 30:27, og Selfyssingar vinna því einvígið með þremur mörkum.

Slóvenarnir unnu fyrri viðureignina ytra, 30:27, þar sem þeir höfðu yfirhöndina nær allan leikinn. Í kvöld snerist taflið þó við er Selfyssingar náðu yfirhöndinni snemma leiks og neituðu að gefa hana frá sér. Árni Steinn Steinþórsson og Heirgeir Grímsson skoruðu fyrstu mörk kvöldsins og Selfyssingar juku smátt og smátt forystu sína fram að hálfleik og skoruðu meðal annars fjögur mörk í röð undir lokin og komust í 14:7. Gestirnir náðu aðeins að rétta úr sér fyrir hálfleiksflautið en staðan í hálfleik var 15:10. Þrir Selfyssingar voru með þrjú mörk hvor í fyrri hálfleik, þeir Hergeir, Alexander Már Egan og Elvar Örn Jónsson. Þá var Pawel Kiepulski drjúgur í markinu og varði til að mynda eitt vítakast.

Selfyssingar náðu mest sjö marka forystu í síðari hálfleik en og var munurinn fimm til sjö mörk mest allan hálfleikinn en Slóvenarnir unnu auðvitað fyrri leikinn með þremur og var því mikil spenna í höllinni. Sölvi Ólafsson fór í mark Selfyssinga í síðari hálfleik og varði hann mikilvægt vítakast og tvö dauðafæri undir lok leiks sem reyndust ansi dýrmæt.

Að lokum var Alexander Már markahæstur Selfyssinga með átta mörk og kom Einar næstur með sex, þar af fjögur úr vítaköstum er Selfyssingar skutu sér áfram í þriðju umferðina.

Selfoss 32:26 Riko Ribnica opna loka
60. mín. tekur leikhlé Selfyssingar taka leikhlé, 60 sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert