Afturelding seig fram úr í lokin

Sveinn Aron Sveinsson skýtur að marki Aftureldingar í dag.
Sveinn Aron Sveinsson skýtur að marki Aftureldingar í dag. mbl.is/Hari

Afturelding gerði góða ferð á Hlíðarenda í dag er liðið vann Val, 28:25, í Olísdeild karla í handbolta. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Afturelding var örlítið betri á lokakaflanum. 

Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi allan tímann og munaði aðeins einu sinni meira en einu marki er Afturelding komst í 11:9. Annars var jafnt á nánast öllum tölum og var staðan í hálfleik 12:11, Aftureldingu í vil.

Leikmenn Aftureldingar gátu sjálfir sér um kennt að munurinn var ekki meiri í hálfleik, þar sem þeir fóru afar illa með mörg dauðafæri.

Valsmenn fóru betur af stað í seinni hálfleik og eftir tíu mínútur af honum var staðan orðin 17:15, Val í vil. Afturelding var fljót að svara og var staðan 18:18 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Jafnræðið hélt svo áfram og var Afturelding marki yfir þegar tíu mínútur voru eftir, 20:19.

Gestirnir voru svo með 24:22-forystu þegar fimm mínútur voru til leiksloka og varð munurinn í fyrsta skipti þrjú mörk í stöðunni 25:22 skömmu fyrir leikslok og fór svo að lokum að Afturelding vann. 

Tumi Steinn Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir Aftureldingu á móti sínum gömlu félögum og Vignir Stefánsson skoraði fimm fyrir Val. 

Valur 25:28 Afturelding opna loka
60. mín. Valur tapar boltanum Slök sending hjá Antoni. Afturelding er að taka þetta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert