Haukar unnu góðan 30:26-heimasigur á Selfossi í 8. umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum fóru Haukar upp í 12 stig og upp að hlið Selfyssinga og FH-inga í toppsætunum.
Fyrri hálfleikurinn var mjög kaflaskiptur, en Haukamenn byrjuðu af mjög miklum krafti. Hvað eftir annað nýttu þeir sér dapran sóknarleik Selfyssinga og refsuðu hinum megin með góðum hraðaupphlaupum. Mestur varð munurinn átta mörk í stöðunni 14:6, Haukum í vil.
Selfyssingar lögðu hins vegar ekki árar í bát og skoruðu næstu sex mörkin og minnkuðu muninn í tvö mörk, 14:12. Haukur Þrastarson datt þá í gang og skoraði þrjú mörk í röð á glæsilega kafla gestanna. Munurinn var hins vegar þrjú mörk í hálfleik, 16:13.
Haukar héldu muninum í 3-4 mörkum framan af í seinni hálfleik, en Selfoss náði að minnka muninn í tvö mörk á 41. mínútu. Það tók Haukana hins vegar örfáar sekúndur að ná aftur fjögurra marka forystu, 22:18.
Selfyssingar minnkuðu muninn aftur í tvö mörk, fimm mínútum fyrir leikslok, 27:25. Nær komust Selfyssingar hins vegar ekki og Haukasigur varð raunin.