Mikil dramatík á Selfossi

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði ellefu mörk fyrir Selfyssinga í dag.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði ellefu mörk fyrir Selfyssinga í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Hulda Dís Þrast­ar­dótt­ir tryggði Sel­fyss­ing­um jafn­tefli í há­spennu leik þegar Sel­foss fékk HK í heim­sókn í 10. um­ferð Olís­deild­ar kvenna í hand­knatt­leik á Sel­fossi í dag en loka­töl­ur urðu 27:27. Sel­foss byrjaði leik­inn bet­ur og náði mest þriggja marka for­skoti í fyrri hálfleik en HK kom til­baka og staðan í hálfleik 17:15, HK í vil.

Sel­fyss­ing­um tókst að minnka mun­inn niður í eitt mark í upp­hafi síðari hálfleiks en þá settu HK-ing­ar í ann­an gír og var mun­ur­inn á liðunum fimm mörk þegar tíu mín­út­ur voru til leiks­loka. Hafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir tók þá til sinna ráða og tókst að jafna met­in í 25:25 en aft­ur komst HK yfir þegar mín­úta var til leiks­loka.

Það var svo Hulda Dís Þrast­ar­dótt­ir sem jafnaði met­in fyr­ir Sel­foss með loka­skoti leiks­ins og loka­töl­ur því jafn­tefli í hörku leik. Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir var at­kvæðamest í liði Sel­fyss­inga með 11 mörk, þar af 5 af vítalín­unni og Perla Ruth Al­berts­dótt­ir skoraði sex mörk. Hjá HK var Dí­ana Krist­ín Sig­mars­dótt­ir marka­hæst með fimm mörk og þær Helena Ósk Kristjáns­dótt­ir, Val­gerður Ýr Þor­steins­dótt­ir og Elva Ar­in­bjarn­ar skoruðu fjög­ur mörk hver.

Jafn­tefli ger­ir lítið fyr­ir bæði lið en Sel­foss er sem fyrr á botni deild­ar­inn­ar með 4 stig eft­ir fyrstu tíu leik­ina en HK er í sjötta sæt­inu með 7 stig, einu stigi minni en KA/Þ​ór. Stjarn­an er í sjö­unda sæti deild­ar­inn­ar með 6 stig.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert