Selfyssingar sigu fram úr

Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Selfyssinga, skoraði 5 mörk í kvöld.
Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Selfyssinga, skoraði 5 mörk í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sel­foss end­ur­heimti topp­sætið í Olís­deild karla í hand­bolta með ör­ugg­um sigri á Fram, 28:23, í Hleðslu­höll­inni á Sel­fossi í kvöld.

Sel­fyss­ing­ar voru skref­inu á und­an all­an fyrri hálfleik­inn en Fram­ar­ar voru ekki að gefa þeim neitt og tóku vel á þeim vín­rauðu í vörn­inni. Sel­foss náði mest fjög­urra marka for­skoti en Fram minnkaði mun­inn í tvö mörk áður en hálfleiks­flaut­an gall. Aron Gauti Óskars­son lokaði fyrri hálfleikn­um með hnit­miðuðu skoti í gegn­um varn­ar­vegg Sel­fyss­inga eft­ir að leiktím­inn var liðinn, 13:11 í hálfleik.

Pawel Kiepulski, markvörður Sel­foss, var sterk­ur í fyrri hálfleik en hann hóf leik­inn á því að verja tvö víta­köst og var kom­inn með 9/​2 var­in skot í leik­hléi. Hjá gest­un­um var hins veg­ar lítið að frétta hvað markvörsl­una varðaði en bæði Lár­us Helgi Ólafs­son og Vikt­or Gísli Hall­gríms­son reyndu sig milli stang­anna.

Her­geir Gríms­son var Sel­fyss­ing­um dýr­mæt­ur í fyrri hálfleik bæði í sókn og vörn en hjá Frömur­um lét Þorgrím­ur Smári Ólafs­son helst að sér kveða.

Seinni hálfleik­ur­inn spilaðist svipað og sá fyrri. Sel­fyss­ing­ar voru áfram sterk­ari en Framliðið var aldrei langt und­an. Mun­ur­inn var lengi þrjú mörk en Fram náði að minnka mun­inn í eitt mark, 19:18, þegar seinni hálfleik­ur var hálfnaður. Þá stigu Sel­fyss­ing­ar aft­ur á bens­ín­gjöf­ina og keyrðu yfir gest­ina á lokakafl­an­um.

Hauk­ur Þrast­ar­son átti frá­bær­an leik fyr­ir Sel­foss, skoraði 6 mörk og átti 12 stoðsend­ing­ar. Þannig átti hann hlut í 18 af 28 mörk­um Sel­fyss­inga.

Árni Steinn Steinþórs­son var marka­hæst­ur Sel­fyss­inga með 7/​3 mörk og þeir Her­geir Gríms­son og Hauk­ur Þrast­ar­son skoruðu báðir 6. Pawel Kiepulski varði 12/​2 skot þegar upp var staðið. Hjá Fram Var Þorgrím­ur Smári Ólafs­son marka­hæst­ur með 6 mörk og Þor­geir Bjarki Davíðsson skoraði 5. Lár­us Helgi Ólafs­son varði 6 skot í marki Fram.

Sel­foss er í topp­sæti deild­ar­inn­ar eft­ir níu um­ferðir en liðið hef­ur nú 14 stig eins og Hauk­ar. Fram­ar­ar þurfa hins veg­ar nauðsyn­lega að fara að safna stig­um, hafa 5 stig í næst neðsta sæti í þétt­um pakka liða.

Sel­foss 28:23 Fram opna loka
Árni Steinn Steinþórsson - 7 / 3
Hergeir Grímsson - 6
Haukur Þrastarson - 6
Atli Ævar Ingólfsson - 5
Guðjón Baldur Ómarsson - 3
Elvar Örn Jónsson - 1
Mörk 6 - Þorgrímur Smári Ólafsson
5 - Þorgeir Bjarki Davíðsson
3 - Andri Þór Helgason
2 - Bjarki Lárusson
2 - Þorsteinn Gauti Hjálmarsson
2 - Aron Gauti Óskarsson
1 - Svavar Kári Grétarsson
1 - Andri Heimir Friðriksson
1 - Valdimar Sigurðsson
Pawel Kiepulski - 12 / 2
Sölvi Ólafsson - 2
Varin skot 6 - Lárus Helgi Ólafsson
1 - Viktor Gísli Hallgrímsson

10 Mín

Brottvísanir

8 Mín

mín.
60 Leik lokið
Öruggur sigur Selfoss. Þeir voru ekki í teljandi vandræðum með Fram sem tapaði sínum fjórða leik í röð í deildinni í kvöld.
60 Sölvi Ólafsson (Selfoss) varði skot
60 Selfoss tapar boltanum
60 28 : 23 - Andri Heimir Friðriksson (Fram) skoraði mark
60 28 : 22 - Elvar Örn Jónsson (Selfoss) skoraði mark
59 27 : 22 - Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Fram) skoraði mark
59 27 : 21 - Árni Steinn Steinþórsson (Selfoss) skoraði mark
Sirkusmark. Hergeir með stoðsendinguna.
58 26 : 21 - Valdimar Sigurðsson (Fram) skoraði mark
58 26 : 20 - Árni Steinn Steinþórsson (Selfoss) skoraði mark
57 Selfoss tekur leikhlé
Ég leyfi mér að fullyrða að Framarar muni ekki eiga endurkomu á síðustu mínútunum. Patrekur vill samt aðeins ræða við sína menn.
57 Fram tapar boltanum
27 Selfoss (Selfoss) gult spjald
Já, Patrekur líka.
57 Fram (Fram) gult spjald
Guðmundur Helgi og Patrekur fá báðir gult að kröfu Guðjóns L. Sigurðssonar eftirlitsmanns, sem stöðvaði leikinn.
56 25 : 20 - Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) skoraði mark
Blindandi skot aftur fyrir sig á línunni. Haukur með stoðsendinguna úr erfiðri stöðu. Tilþrif kvöldsins.
55 24 : 20 - Þorgeir Bjarki Davíðsson (Fram) skoraði mark
54 24 : 19 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Vel klárað.
54 Viktor Gísli Hallgrímsson (Fram) varði skot
Frá Guðjóni í horninu. Frákastið yfir á Hergeir í hinu horninu.
53 Fram tapar boltanum
53 23 : 19 - Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) skoraði mark
52 Lárus Helgi Ólafsson (Fram) varði skot
Frá Elvari. Frákastið á Selfoss.
52 22 : 19 - Andri Þór Helgason (Fram) skoraði mark
52 Haukur Þrastarson (Selfoss) skýtur framhjá
51 Svavar Kári Grétarsson (Fram) skýtur framhjá
51 Fram tekur leikhlé
Framarar eru heldur súrir þessa stundina. Þeir mega ekki missa Selfoss of langt framúr sér.
50 Árni Steinn Steinþórsson (Selfoss) skýtur framhjá
Gegnumbrot og skot langt framhjá.
50 Sölvi Ólafsson (Selfoss) varði skot
Sölvi með sjónvarpsmarkvörslu. Svavar með skot í vörnina og Sölvi stökk eins og köttur upp í skeytin.
49 22 : 18 - Haukur Þrastarson (Selfoss) skoraði mark
Auðveldasta mark kvöldsins. Enginn í marki.
49 Fram tapar boltanum
Haukur rífur boltann úr höndunum á Andra Heimi.
48 Aron Gauti Óskarsson (Fram) fékk 2 mínútur
48 21 : 18 - Haukur Þrastarson (Selfoss) skoraði mark
Enginn í marki. Aron Gauti reynir að taka Hauk niður.
48 Fram tapar boltanum
47 20 : 18 - Guðjón Baldur Ómarsson (Selfoss) skoraði mark
Guðjón lætur Lárus ekki taka sig á taugum.
47 Lárus Helgi Ólafsson (Fram) varði skot
Frá Guðjóni í horninu. Boltinn aftur á Selfoss.
46 19 : 18 - Þorgrímur Smári Ólafsson (Fram) skoraði mark
Lúmskt skot. Stöngin inn.
46 19 : 17 - Árni Steinn Steinþórsson (Selfoss) skorar úr víti
Viktor Gísli reyndi sig við þetta víti. Árni Steinn svalur á vítalínunni.
46 Ægir Hrafn Jónsson (Fram) fékk 2 mínútur
46 Hergeir Grímsson (Selfoss) fiskar víti
45 Selfoss tekur leikhlé
Patrekur vill meiri aga frá sínum mönnum.
45 Haukur Þrastarson (Selfoss) fékk 2 mínútur
45 18 : 17 - Andri Þór Helgason (Fram) skoraði mark
Úr hraðaupphlaupi. Haukur brýtur á honum.
45 Selfoss tapar boltanum
Elvar með misheppnaða línusendingu.
44 18 : 16 - Andri Þór Helgason (Fram) skoraði mark
44 Einar Sverrisson (Selfoss) á skot í stöng
43 Fram tapar boltanum
43 18 : 15 - Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) skoraði mark
Atli Ævar með snúlla af línunni. Hver annar með stoðsendinguna en Haukur.
42 17 : 15 - Þorgeir Bjarki Davíðsson (Fram) skoraði mark
Aron með stoðsendinguna.
42 Selfoss tapar boltanum
42 Pawel Kiepulski (Selfoss) varði skot
Slappt skot frá Aroni Gauta. Beint í fangið á Pawel.
41 Árni Steinn Steinþórsson (Selfoss) fékk 2 mínútur
40 17 : 14 - Guðjón Baldur Ómarsson (Selfoss) skoraði mark
Frábær stoðsending frá Elvari Erni.
40 16 : 14 - Þorgeir Bjarki Davíðsson (Fram) skoraði mark
Svavar með stoðsendinguna út í hægra hornið.
39 16 : 13 - Árni Steinn Steinþórsson (Selfoss) skoraði mark
Haukur með sína áttundu stoðsendingu í kvöld.
38 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Fram) fékk 2 mínútur
Brýtur á Árna Steini.
38 Pawel Kiepulski (Selfoss) varði skot
Bjarki í hraðaupphlaupi.
38 Selfoss tapar boltanum
37 Lárus Helgi Ólafsson (Fram) varði skot
Vel varið. Guðjón Baldur reyndi sig í horninu. Frákastið á Selfoss.
36 15 : 13 - Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Fram) skoraði mark
Þorsteinn Gauti kominn á blað. Framarar þurfa meira frá honum.
36 15 : 12 - Haukur Þrastarson (Selfoss) skoraði mark
Þvílík negla frá Hauki.
35 Pawel Kiepulski (Selfoss) varði skot
Frá Þorgrími.
34 Hergeir Grímsson (Selfoss) skýtur framhjá
34 Aron Gauti Óskarsson (Fram) fékk 2 mínútur
Brýtur á Elvari.
33 14 : 12 - Þorgrímur Smári Ólafsson (Fram) skoraði mark
33 14 : 11 - Guðjón Baldur Ómarsson (Selfoss) skoraði mark
Árni Steinn með stoðsendinguna.
32 Fram tapar boltanum
Aron Gauti kastar útaf.
32 Selfoss tapar boltanum
Elvar með misheppnaða línusendingu.
31 Leikur hafinn
Selfoss byrjar í sókn.
30 Hálfleikur
Selfyssingar hafa haft yfirhöndina lengst af leiknum og eru verðskuldað yfir. Þeir þurfa aðeins að stíga á gjöfina ætli þeir sér að hrista Framarana af sér. Þeir bláu ætla ekki að gefa neitt hér í kvöld.
30 13 : 11 - Aron Gauti Óskarsson (Fram) skoraði mark
Hrikalega vel gert. Fram fékk aukakast þegar leiktíminn var liðinn. Aron Gauti smurði boltanum á milli handa Selfyssinga í veggnum og í skeytin nær.
30 13 : 10 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Haukur með stoðsendinguna.
30 12 : 10 - Þorgeir Bjarki Davíðsson (Fram) skoraði mark
56 sekúndur eftir af fyrri hálfleik.
29 12 : 9 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Hergeir laminn í spað á línunni en svaraði með því að taka óvænt frákast og lauma því í netið. Þetta voru tilþrif!
28 Pawel Kiepulski (Selfoss) varði skot
27 Sverrir Pálsson (Selfoss) á skot í slá
27 11 : 9 - Aron Gauti Óskarsson (Fram) skoraði mark
27 Pawel Kiepulski (Selfoss) varði skot
Aftur! Tvöföld varsla af dýrari gerðinni.
27 Pawel Kiepulski (Selfoss) varði skot
Frákastið á Framara!
27 Selfoss tapar boltanum
27 Selfoss tekur leikhlé
Selfyssingar voru komnir með fjögurra marka forskot og Patrekur ætlar aðeins að stilla strengina betur fyrir lokamínútur fyrri hálfleiks.
26 11 : 8 - Bjarki Lárusson (Fram) skoraði mark
26 Textalýsing
Viktor Gísli er kominn í markið hjá Fram.
25 11 : 7 - Haukur Þrastarson (Selfoss) skoraði mark
Undirhandarskot sem Lárus var nálægt því að verja.
25 Svavar Kári Grétarsson (Fram) á skot í slá
24 Selfoss tapar boltanum
Misheppnuð sending frá Pawel fram völlinn.
24 Fram tapar boltanum
23 Selfoss tapar boltanum
23 Andri Heimir Friðriksson (Fram) skýtur yfir
22 10 : 7 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Úr hraðaupphlaupi.
22 Þorgrímur Smári Ólafsson (Fram) á skot í stöng
21 9 : 7 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Vörnin át skot frá Einari Sverris en frákastið fór í hornið til Hergeirs.
21 Fram tapar boltanum
Enn er Hergeir að lesa leikinn vel. Annar stolinn bolti hjá honum.
21 Haukur Þrastarson (Selfoss) skýtur yfir
Haukur var kominn í vandræði.
20 Lárus Helgi Ólafsson (Fram) varði skot
Selfoss heldur boltanum.
19 Fram tapar boltanum
Hergeir fiskar ruðning. Vel lesið.
19 Sverrir Pálsson (Selfoss) fékk 2 mínútur
Aftur brýtur hann á Þorgrími. Það var nú miklu minna í þessu núna.
18 Lárus Helgi Ólafsson (Fram) varði skot
Árni Steinn með skotið.
18 Fram tapar boltanum
17 Selfoss tapar boltanum
Atli Ævar missir hann.
17 8 : 7 - Þorgrímur Smári Ólafsson (Fram) skoraði mark
16 8 : 6 - Árni Steinn Steinþórsson (Selfoss) skoraði mark
Haukur finnur Árna. Bang og mark!
15 7 : 6 - Bjarki Lárusson (Fram) skoraði mark
Svavar með frábæra stoðsendingu út í vinstra hornið.
14 Fram tekur leikhlé
Hlutirnir eru að falla Selfossmegin þessar mínúturnar og Guðmundur Helgi ætlar að fá botn í málið.
14 7 : 5 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Úr hraðaupphlaupi. Haukur með stoðsendinguna.
14 Fram tapar boltanum
Hergeir stelur honum.
14 6 : 5 - Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) skoraði mark
13 5 : 5 - Þorgrímur Smári Ólafsson (Fram) skoraði mark
Hrikalega snyrtilega gert.
13 Selfoss tapar boltanum
12 Pawel Kiepulski (Selfoss) varði skot
Pawel er í stuði. Svavar Kári með skotið.
12 Lárus Helgi Ólafsson (Fram) varði skot
Frábær varsla. Atli Ævar á línunni.
12 Pawel Kiepulski (Selfoss) varði skot
Frá Þorgrími.
11 Sverrir Pálsson (Selfoss) fékk 2 mínútur
Fór í andlitið á Þorgrími. Heppinn að fá ekki rautt þarna.
10 5 : 4 - Haukur Þrastarson (Selfoss) skoraði mark
Skot af gólfinu.
10 4 : 4 - Þorgeir Bjarki Davíðsson (Fram) skoraði mark
Gott mark úr horninu.
9 4 : 3 - Árni Steinn Steinþórsson (Selfoss) skorar úr víti
9 Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) fiskar víti
8 3 : 3 - Svavar Kári Grétarsson (Fram) skoraði mark
Af eigin vallarhelmingi. Enginn í marki.
8 Selfoss tapar boltanum
8 Pawel Kiepulski (Selfoss) ver víti
Aftur frá Valdimari!
8 Einar Sverrisson (Selfoss) fékk 2 mínútur
8 Svavar Kári Grétarsson (Fram) fiskar víti
8 Pawel Kiepulski (Selfoss) varði skot
7 3 : 2 - Árni Steinn Steinþórsson (Selfoss) skorar úr víti
7 Ægir Hrafn Jónsson (Fram) gult spjald
7 Einar Sverrisson (Selfoss) fiskar víti
6 2 : 2 - Þorgrímur Smári Ólafsson (Fram) skoraði mark
5 Selfoss tapar boltanum
4 Fram tapar boltanum
Svavar Kári með sendingu fyrir aftan bak - útaf.
4 2 : 1 - Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) skoraði mark
Úr hraðaupphlaupi.
4 Pawel Kiepulski (Selfoss) varði skot
Frá Þorsteini Gauta.
3 Hergeir Grímsson (Selfoss) á skot í slá
3 1 : 1 - Þorgrímur Smári Ólafsson (Fram) skoraði mark
2 1 : 0 - Haukur Þrastarson (Selfoss) skoraði mark
Gott skot af gólfinu.
1 Pawel Kiepulski (Selfoss) ver víti
Vel varið. Valdimar á vítalínunni.
1 Einar Sverrisson (Selfoss) gult spjald
1 Svavar Kári Grétarsson (Fram) fiskar víti
1 Leikur hafinn
Fram byrjar með boltann: Lárus, Bjarki, Þorsteinn, Þorgrímur, Svavar, Valdimar, Þorgeir. Selfoss: Pawel, Hergeir, Haukur, Sverrir, Einar Sverris, Árni Steinn, Alexander.
0 Textalýsing
Bæði lið hungrar í sigur hér í kvöld. Framarar eru búnir að tapa þremur leikjum í röð í deildinni, síðast gegn ÍR í 8. umferðinni. Selfoss tapaði sínum fyrsta leik í vetur í síðustu umferð, gegn Haukum á útivelli.
0 Textalýsing
Selfyssingar fóru til Póllands um síðustu helgi og spiluðu þar Evrópuleik en skiluðu sér heima á sunnudaginn.
0 Textalýsing
Selfoss er í 3. sæti deildarinnar með 12 stig eftir leikina átta en Fram er með 5 stig í 11. sæti.
0 Textalýsing
Góða kvöldið. Velkomin í beina atvikalýsingu frá leik Selfoss og Fram á Selfossi.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Bjarni Viggósson og Jón Karl Björnsson

Gangur leiksins: 2:1, 5:4, 7:6, 8:7, 11:7, 13:11, 14:12, 17:14, 18:17, 22:18, 24:20, 28:23.

Lýsandi: Guðmundur Karl Sigurdórsson

Völlur: Selfoss

Selfoss: Sölvi Ólafsson (M), Pawel Kiepulski (M). Hergeir Grímsson, Matthías Örn Halldórsson, Elvar Örn Jónsson, Sverrir Pálsson, Árni Steinn Steinþórsson, Atli Ævar Ingólfsson, Hannes Höskuldsson, Guðjón Baldur Ómarsson, Einar Sverrisson, Haukur Þrastarson, Tryggvi Þórisson, Alexander Már Egan.

Fram: Lárus Helgi Ólafsson (M), Viktor Gísli Hallgrímsson (M). Svavar Kári Grétarsson, Þorgeir Bjarki Davíðsson, Valdimar Sigurðsson, Sigurður Örn Þorsteinsson, Ægir Hrafn Jónsson, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, Þorgrímur Smári Ólafsson, Andri Heimir Friðriksson, Arnar Snær Magnússon, Bjarki Lárusson, Andri Þór Helgason, Aron Gauti Óskarsson.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert