Stjarnan lagði Selfoss í háspennuleik

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga.
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga. mbl.is//Hari

Stjarnan hafði betur gegn Selfossi á útivelli 27:26 í æsispennandi leik í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Sigurður Ingiberg Ólafsson markvörður Stjörnunnar var hetja Garðarbæjarliðsins en hann varði vítakast frá Einari Sverrissyni þegar leiktíminn var úti.

Leikurinn var kaflaskiptur. Selfyssingar byrjuðu betur og náðu þriggja marka forskoti í upphafi en Stjarnan lokaði fyrri hálfleik vel og leiddi 12:15 í hálfleik.

Stjarnan náði fimm marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks en Selfyssingar voru fljótir að jafna og lokakaflinn var æsispennandi. Stjarnan hélt í síðustu sókn leiksins á lokasekúndunum í stöðunni 26:27 en tapaði boltanum og fékk dæmt á sig vítakast þegar leiktíminn var að renna út. Fyrrnefndur Sigurður varði hins vegar sitt þriðja vítakast í kvöld og Stjarnan fagnaði.

Elvar Örn Jónsson var markahæstur Selfyssinga með 8 mörk og Pawel Kiepulski varði 11 skot í marki Selfoss. Egill Magnússon skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna og Sigurður Ingiberg Ólafsson varði 14/3 skot.

Selfoss 26:27 Stjarnan opna loka
60. mín. Sjö sekúndur eftir. Alt að sjóða uppúr hérna. Hergeir brýtur af sér og bregst illur við. Guðni Ingvarsson ætlar í mann og annan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka