Arnar Freyr Arnarsson átti stórleik fyrir Kristianstad í 35:26-útisigri á Lugi í efstu deild Svíþjóðar í handbolta í kvöld. Línumaðurinn skoraði sjö mörk og var markahæstur sænsku meistaranna.
Arnar gekk í vikunni frá samningi við danska félagið GOG og lá greinilega vel á línumanninum stóra og stæðilega eftir fréttirnar.
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad en Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað. Kristianstad er með yfirburði í deildinni og í toppsætinu með 32 stig eftir 19 umferðir. Skövde í er öðru sæti með 25 stig.