Sverre rekinn - Geir Sveinsson ráðinn?

Geir Sveinsson tekur við af Sverre Jakobson.
Geir Sveinsson tekur við af Sverre Jakobson. Uros Hocevar,EHF

Sverre Jakobsson hefur verið rekinn sem þjálfari Akureyrar handboltafélags og Geir Sveinsson hefur verið ráðinn í hans stað. Þessu greinir blaðamaðurinn Skapti Hallgrímsson frá á Facebook-síðu sinni í kvöld. 

Akureyri er sem stendur í tíunda sæti Olísdeildarinnar með átta stig eftir 13 leiki. Liðið er nýliði í efstu deild eftir sigur í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Akureyri hefur aðeins tapað einum af síðustu fjórum leikjum sínum og koma fréttirnar því á óvart. 

Geir stýrði síðast íslenska landsliðinu frá 2016 til 2018. Hann hefur ekki þjálfað lið á Íslandi síðan hann var við stjórn hjá Gróttu árið 2011. 

Uppfært kl. 20:37

Akureyri handboltafélag sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld. Ekki búið að ráða eftirmann Sverre, en leit að næsta þjálfara stendur yfir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert